Sverrir Þór: Fengum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue höllinni skrifar 12. október 2018 22:39 Sverrir Þór var ánægður með sigur sinna manna Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn