Borgarlína? Nei takk! Guðmundur Edgarsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar