Nafnarugl Önundur Páll Ragnarsson skrifar 12. febrúar 2018 09:36 Ekki það að neinn sé að velta fyrir sér hvað mér finnst...en... ...nýverið bárust fregnir af því að mannanafnanefnd hefði hafnað nafninu Alex sem eiginnafni kvenmanns. Þetta fannst mér verulega skrýtið þegar ég las það, hafandi lengi þekkt stelpu sem er alltaf kölluð Alex. Frændi minn eignaðist son og lét skíra hann Jón Alex. Upphaflega fannst mér það dálítið skrýtið, því mér fannst Alex kvenlegt nafn. Mér fannst einhvern veginn að Alex væri kvennafnið en Axel væri karlmannsnafnið. Svo stækkaði Jón Alex og er í dag kraftalegur ungur maður. Kemur þá í ljós eftir allt saman að kvenlegheit eða karlmannlegheit nafnsins eru algerlega háð manneskjunni sem það ber. „Kyngervi“ nafnsins er ekki sjálfstætt, heldur háð eigandanum. Besta dæmið um þetta er eflaust nafnið Blær. Frægur kvenrappari heitir Blær en það nafn bera líka karlmenn. Mannanafnanefnd fer eftir lögum og reglum í störfum sínum. Að hluta til eru fáránlegir úrskurðir hennar því lögum og reglum að kenna, en óneitanlega er þar líka íhaldssemi nefndarmanna sjálfra á ferðinni. Ég skrifaði einu sinni frétt í Moggann um hvaða nöfn hefðu verið samþykkt og hverjum hafnað. Nefndarmanni þótti framsetningin ósanngjörn og sendi mér póst, kallaði mig púka á fjósbita og lét dynja á mér reiðilestur um það hvernig nefndin væri algerlega háð lögum og reglum í úrskurðum og hefði ekkert svigrúm fyrir eigið gildismat. Það er rangt, enda væri fjölskipuð nefnd þá óþörf. Hægt væri að láta tölvuforrit kveða upp úrskurðina ríkinu að kostnaðarlausu, svo til. Í reglum er ákvæði um að stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn. Það ákvæði er mjög íhaldssamt og um leið birtingarmynd einhverrar óskhyggju um að heimurinn sé svarthvítur. Það er hann ekki. Nafnakerfið okkar er ekki í neinu röklegu samhengi þegar kemur að kyni fólks, og formi eiginnafna. Ég ætla hér að rekja nokkur dæmi. Hins vegar er öllu meira röklegt samhengi í nafnakerfinu þegar kemur að fallbeygingum. Það breytir því ekki að mörg nöfn sem í dag eru eingöngu karlmannsnöfn gætu vel þjónað sem kvennöfn ef þau fengju að taka „kvenlega“ fallbeygingu. Sum form eiginnafna eru rækilega bundin við annað kynið. Eitt besta dæmið eru karlmannsnöfn sem enda á –mar. Ómar, Friðmar, Hilmar, Almar, Ormar, Reimar, Ástmar, Sigmar, Hermar, Bergmar, Dalmar, Gilmar, Guðmar, Hallmar og Jómar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Og svo er auðvitað Dagmar. Frænka mín heitir Dagmar. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert athugasemd við þá nafngift, á þeirri forsendu að Dagmar sé karlmannlegt nafn. Enda er það það ekki. Það er kvenlegt af því að bara konur heita Dagmar. Væri hins vegar eitthvað að því að drengur héti Dagmar og það fallbeygðist eins og Sigmar. Dagmar, um Dagmar, frá Dagmari til Dagmars. Það væri bara nákvæmlega ekkert að því. Annað dæmi um heilan flokk karlmannsnafna eru nöfn sem enda á –el. Mörg hver biblíunöfn. Þar má til að mynda nefna Daníel, Mikael, Karel, Karvel, Abel, Adríel, Nataníel, Marel, Rafael, Ragúel, Betúel, Gamalíel, Gabríel, Immanúel, Ísmael, Nóel og Jóel. Og svo er það auðvitað Bóel. Nema Bóel er kvenmannsnafn. Hvað, nákvæmlega, er kvenlegra við Bóel en Jóel? Er B kvenlegri stafur? Varla myndi Bjarni Ben taka undir það. Ekki heldur Bó Halldórsson. Bæri sveinbarn skaða af því að vera nefnt Bóel? Bóel, um Bóel, frá Bóel, til Bóels. Það held ég ekki. Hugsið ykkur þetta. Jóel og Bóas eru karlar, en Bóel er kona. Og svo ætla menn að láta eins og þannig þurfi það endilega að vera. Alger rökleysa. Og talandi um Bóas. Hann, Soffanías og Sigurnýas eru karlar, en Karitas er kona. Í ensku er alvanalegt að eiginnöfn geti tilheyrt fólki af báðum kynjum. Kannski er það skiljanlegra þar, vegna þess að nafnorð eru þar ekki kerfisbundið kyngreind og í íslensku. Ég gúglaði lista af „unisex“ eiginnöfnum í ensku og hann er mjög langur. Of langur til að viðhafa hér. En Alex og Sam eru þar á meðal. Svo eru auðvitað líka til karlmannsnöfn sem hafa form sem almennt og yfirleitt er talið kvenlegt. Má þar nefna gamla nafnið Órækju og svo auðvitað Sturlu. Sturla, Perla og Erla. Karlmannsnafnið Helgi er karlmannlegt, en nafnorðið „helgi“ er kvenlegt. Af hverju er Árný kona, en Benóný karl? Af hverju er Ýr kona en Gnýr karl? Svo er líka til nafnið Jes. Ég hef skrifað það niður hjá mér við að skoða einhvern nafnalista. Núna man ég ekki hvort það er karl- eða kvenmannsnafn. Skaði er kvenmannsnafn, en Skíði er karlmannsnafn. Ef við seilumst svo langt að fara yfir mörk tungumálanna mætti líka setja skopmyndateiknarann Sigmund (sem heitir Sigmund, ekki Sigmundur) við hlið leikkonunnar Rosamund Pike. Þess utan er síðan hægt að finna mýmörg dæmi um að karl- og kvenmannsnöfn séu eins í mismunandi föllum. Sbr. setningarnar „Ása fór í heimsókn til Ása“ og „Rúnar fór til Rúnar“. En ég þarf ekki að teygja mig svona langt í leit að dæmum. Eitt rótgrónasta karlmannsnafn íslenskunnar, og jafnframt eitt það algengasta, er Sigurður. Er til karlmannlegra nafn en Sigurður? Sigurður Fáfnisbani! En þá dettur mér í hug hún Urður. Sigurður er karl, en Urður er kona. Af hverju getur Sigurður ekki verið kona? Hér er Sigurður, um Sigurði, frá Sigurði, til Sigurðar. Er það alveg ómögulegt? Óhugsandi? Samt er „Sig“ mjög algeng byrjun á kvennöfnum, sbr. Sigríður og Sigrún. Af hverju getur Urður ekki verið karl? Hörður er karl. Bárður líka. Morten og Marten eru karlar, en Maren er kona. Merlín er síðskeggjaður galdrakarl, en Elín er kona. Svo eru líka fjölmörg nöfn sem ég get ekki séð að séu neitt sérstaklega kyngreinanleg, nema þeim fylgi andlitsmynd af eigandanum. Þar mætti nefna Ríó, Leví, Styr, Jósafat, Cecil, Benedikt, Júrek, Rúrik, Jochum, Alfons og Hartvig. Í vaktaþáttunum á Stöð 2 hér um árið var Georg Bjarnfreðarson, en Bjarnfreður var móðir hans. Það virkaði fullkomlega. Svo má nefna hið mjög svo kvenlega nafn Skúta, sem er karlmannsnafn. Margir þekkja einhvern sem heitir Konráð. Færri vita að einnig er til karlmannsnafnið Koðrán. Auðvitað er augljóst að Koðrán er karl, en Rán kona. Enda er „Koð“ einstaklega karlmannlegt forskeyti, eða hvað? Valdamikill karl, hann Davíð. Er Davíð karlmannlegt nafn, svona í sjálfu sér. „Víð“, er það karlmannleg ending? Hér er Davíð, um Davíði, frá Davíði, til Davíðar. Henrý er karl, en Gurrý er kona. Eiður er karl, en Auður er kona. Benjamín er karl, en Jasmín er kona. Esra er karl, en Erla er kona. Erlar er hins vegar karl. Jóhannes, Anes, Annes, Ares og Arnes eru karlar, en Agnes er kona. Af hverju er Sólvin karl? Jú, auðvitað af því að –vin er algeng ending á karlmannsnöfnum, sbr. Alvin, Bergvin, Friðvin, Guðvin, Hervin, Kristvin og Marvin. En svo er það þessi Jóvin, sem er kona. Ég er enginn byltingarsinni í þessum málum. Ef ég eignast börn mun ég eflaust gefa þeim mjög hefðbundin nöfn í samræmi við kyn þeirra. En ég hatast út í órökstudd og ónauðsynleg inngrip í líf fólks. Hvað stendur fólki nær, en nafnið þess? Til að draga saman punktinn sem ég er að reyna að koma á framfæri hér, þá er sú lagaregla að konum skuli gefin kvenmannsnöfn en körlum karlmannsnöfn tilraun til að þvinga tvíhyggju upp á samfélagið. Þjóðin hefur vissulega komið sér upp nafnahefðum, en ekki skýrum, afdráttarlausum reglum, hvað þetta varðar. Þarna er ekki verið að vernda eitthvert skipulag sem áður hefur fest sig í sessi. Verið að er að taka hálfmyndaðar hefðir og breyta þeim í formfastar og svarthvítar reglur. En til hvers? Ríkisinngrip og frelsissvipting ætti alltaf að vera studd einhvers konar réttlætis- og/eða hagkvæmnisrökum. Þeim er ekki til að dreifa í þessu tilfelli. Þess vegna finnst svo mörgum mannanafnanefnd og reglurnar um mannanöfn vera fáránleg stofnun.Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar en er birt hér með leyfi hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki það að neinn sé að velta fyrir sér hvað mér finnst...en... ...nýverið bárust fregnir af því að mannanafnanefnd hefði hafnað nafninu Alex sem eiginnafni kvenmanns. Þetta fannst mér verulega skrýtið þegar ég las það, hafandi lengi þekkt stelpu sem er alltaf kölluð Alex. Frændi minn eignaðist son og lét skíra hann Jón Alex. Upphaflega fannst mér það dálítið skrýtið, því mér fannst Alex kvenlegt nafn. Mér fannst einhvern veginn að Alex væri kvennafnið en Axel væri karlmannsnafnið. Svo stækkaði Jón Alex og er í dag kraftalegur ungur maður. Kemur þá í ljós eftir allt saman að kvenlegheit eða karlmannlegheit nafnsins eru algerlega háð manneskjunni sem það ber. „Kyngervi“ nafnsins er ekki sjálfstætt, heldur háð eigandanum. Besta dæmið um þetta er eflaust nafnið Blær. Frægur kvenrappari heitir Blær en það nafn bera líka karlmenn. Mannanafnanefnd fer eftir lögum og reglum í störfum sínum. Að hluta til eru fáránlegir úrskurðir hennar því lögum og reglum að kenna, en óneitanlega er þar líka íhaldssemi nefndarmanna sjálfra á ferðinni. Ég skrifaði einu sinni frétt í Moggann um hvaða nöfn hefðu verið samþykkt og hverjum hafnað. Nefndarmanni þótti framsetningin ósanngjörn og sendi mér póst, kallaði mig púka á fjósbita og lét dynja á mér reiðilestur um það hvernig nefndin væri algerlega háð lögum og reglum í úrskurðum og hefði ekkert svigrúm fyrir eigið gildismat. Það er rangt, enda væri fjölskipuð nefnd þá óþörf. Hægt væri að láta tölvuforrit kveða upp úrskurðina ríkinu að kostnaðarlausu, svo til. Í reglum er ákvæði um að stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn. Það ákvæði er mjög íhaldssamt og um leið birtingarmynd einhverrar óskhyggju um að heimurinn sé svarthvítur. Það er hann ekki. Nafnakerfið okkar er ekki í neinu röklegu samhengi þegar kemur að kyni fólks, og formi eiginnafna. Ég ætla hér að rekja nokkur dæmi. Hins vegar er öllu meira röklegt samhengi í nafnakerfinu þegar kemur að fallbeygingum. Það breytir því ekki að mörg nöfn sem í dag eru eingöngu karlmannsnöfn gætu vel þjónað sem kvennöfn ef þau fengju að taka „kvenlega“ fallbeygingu. Sum form eiginnafna eru rækilega bundin við annað kynið. Eitt besta dæmið eru karlmannsnöfn sem enda á –mar. Ómar, Friðmar, Hilmar, Almar, Ormar, Reimar, Ástmar, Sigmar, Hermar, Bergmar, Dalmar, Gilmar, Guðmar, Hallmar og Jómar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Og svo er auðvitað Dagmar. Frænka mín heitir Dagmar. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert athugasemd við þá nafngift, á þeirri forsendu að Dagmar sé karlmannlegt nafn. Enda er það það ekki. Það er kvenlegt af því að bara konur heita Dagmar. Væri hins vegar eitthvað að því að drengur héti Dagmar og það fallbeygðist eins og Sigmar. Dagmar, um Dagmar, frá Dagmari til Dagmars. Það væri bara nákvæmlega ekkert að því. Annað dæmi um heilan flokk karlmannsnafna eru nöfn sem enda á –el. Mörg hver biblíunöfn. Þar má til að mynda nefna Daníel, Mikael, Karel, Karvel, Abel, Adríel, Nataníel, Marel, Rafael, Ragúel, Betúel, Gamalíel, Gabríel, Immanúel, Ísmael, Nóel og Jóel. Og svo er það auðvitað Bóel. Nema Bóel er kvenmannsnafn. Hvað, nákvæmlega, er kvenlegra við Bóel en Jóel? Er B kvenlegri stafur? Varla myndi Bjarni Ben taka undir það. Ekki heldur Bó Halldórsson. Bæri sveinbarn skaða af því að vera nefnt Bóel? Bóel, um Bóel, frá Bóel, til Bóels. Það held ég ekki. Hugsið ykkur þetta. Jóel og Bóas eru karlar, en Bóel er kona. Og svo ætla menn að láta eins og þannig þurfi það endilega að vera. Alger rökleysa. Og talandi um Bóas. Hann, Soffanías og Sigurnýas eru karlar, en Karitas er kona. Í ensku er alvanalegt að eiginnöfn geti tilheyrt fólki af báðum kynjum. Kannski er það skiljanlegra þar, vegna þess að nafnorð eru þar ekki kerfisbundið kyngreind og í íslensku. Ég gúglaði lista af „unisex“ eiginnöfnum í ensku og hann er mjög langur. Of langur til að viðhafa hér. En Alex og Sam eru þar á meðal. Svo eru auðvitað líka til karlmannsnöfn sem hafa form sem almennt og yfirleitt er talið kvenlegt. Má þar nefna gamla nafnið Órækju og svo auðvitað Sturlu. Sturla, Perla og Erla. Karlmannsnafnið Helgi er karlmannlegt, en nafnorðið „helgi“ er kvenlegt. Af hverju er Árný kona, en Benóný karl? Af hverju er Ýr kona en Gnýr karl? Svo er líka til nafnið Jes. Ég hef skrifað það niður hjá mér við að skoða einhvern nafnalista. Núna man ég ekki hvort það er karl- eða kvenmannsnafn. Skaði er kvenmannsnafn, en Skíði er karlmannsnafn. Ef við seilumst svo langt að fara yfir mörk tungumálanna mætti líka setja skopmyndateiknarann Sigmund (sem heitir Sigmund, ekki Sigmundur) við hlið leikkonunnar Rosamund Pike. Þess utan er síðan hægt að finna mýmörg dæmi um að karl- og kvenmannsnöfn séu eins í mismunandi föllum. Sbr. setningarnar „Ása fór í heimsókn til Ása“ og „Rúnar fór til Rúnar“. En ég þarf ekki að teygja mig svona langt í leit að dæmum. Eitt rótgrónasta karlmannsnafn íslenskunnar, og jafnframt eitt það algengasta, er Sigurður. Er til karlmannlegra nafn en Sigurður? Sigurður Fáfnisbani! En þá dettur mér í hug hún Urður. Sigurður er karl, en Urður er kona. Af hverju getur Sigurður ekki verið kona? Hér er Sigurður, um Sigurði, frá Sigurði, til Sigurðar. Er það alveg ómögulegt? Óhugsandi? Samt er „Sig“ mjög algeng byrjun á kvennöfnum, sbr. Sigríður og Sigrún. Af hverju getur Urður ekki verið karl? Hörður er karl. Bárður líka. Morten og Marten eru karlar, en Maren er kona. Merlín er síðskeggjaður galdrakarl, en Elín er kona. Svo eru líka fjölmörg nöfn sem ég get ekki séð að séu neitt sérstaklega kyngreinanleg, nema þeim fylgi andlitsmynd af eigandanum. Þar mætti nefna Ríó, Leví, Styr, Jósafat, Cecil, Benedikt, Júrek, Rúrik, Jochum, Alfons og Hartvig. Í vaktaþáttunum á Stöð 2 hér um árið var Georg Bjarnfreðarson, en Bjarnfreður var móðir hans. Það virkaði fullkomlega. Svo má nefna hið mjög svo kvenlega nafn Skúta, sem er karlmannsnafn. Margir þekkja einhvern sem heitir Konráð. Færri vita að einnig er til karlmannsnafnið Koðrán. Auðvitað er augljóst að Koðrán er karl, en Rán kona. Enda er „Koð“ einstaklega karlmannlegt forskeyti, eða hvað? Valdamikill karl, hann Davíð. Er Davíð karlmannlegt nafn, svona í sjálfu sér. „Víð“, er það karlmannleg ending? Hér er Davíð, um Davíði, frá Davíði, til Davíðar. Henrý er karl, en Gurrý er kona. Eiður er karl, en Auður er kona. Benjamín er karl, en Jasmín er kona. Esra er karl, en Erla er kona. Erlar er hins vegar karl. Jóhannes, Anes, Annes, Ares og Arnes eru karlar, en Agnes er kona. Af hverju er Sólvin karl? Jú, auðvitað af því að –vin er algeng ending á karlmannsnöfnum, sbr. Alvin, Bergvin, Friðvin, Guðvin, Hervin, Kristvin og Marvin. En svo er það þessi Jóvin, sem er kona. Ég er enginn byltingarsinni í þessum málum. Ef ég eignast börn mun ég eflaust gefa þeim mjög hefðbundin nöfn í samræmi við kyn þeirra. En ég hatast út í órökstudd og ónauðsynleg inngrip í líf fólks. Hvað stendur fólki nær, en nafnið þess? Til að draga saman punktinn sem ég er að reyna að koma á framfæri hér, þá er sú lagaregla að konum skuli gefin kvenmannsnöfn en körlum karlmannsnöfn tilraun til að þvinga tvíhyggju upp á samfélagið. Þjóðin hefur vissulega komið sér upp nafnahefðum, en ekki skýrum, afdráttarlausum reglum, hvað þetta varðar. Þarna er ekki verið að vernda eitthvert skipulag sem áður hefur fest sig í sessi. Verið að er að taka hálfmyndaðar hefðir og breyta þeim í formfastar og svarthvítar reglur. En til hvers? Ríkisinngrip og frelsissvipting ætti alltaf að vera studd einhvers konar réttlætis- og/eða hagkvæmnisrökum. Þeim er ekki til að dreifa í þessu tilfelli. Þess vegna finnst svo mörgum mannanafnanefnd og reglurnar um mannanöfn vera fáránleg stofnun.Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar en er birt hér með leyfi hans.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar