Mitsubishi á fleygiferð Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 10:15 Mitsubishi Outlander PHEV er söluhæsta bílgerð Mitsubishi hérlendis. Mitsubishi er það bílavörumerki á Íslandi sem vaxið hefur hraðast fyrstu sex mánuði ársins 2018 samanborið við sama tímabil í fyrra. Salan á þessum japönsku bílum sem Íslendingar hafa haldið tryggð við um áratuga skeið hefur tvöfaldast milli ára og er það nærri tvöfalt meiri aukning en á þeirri bílategund sem næst kemur. Raunar er það svo að fyrstu sex mánuði ársins eru tvö vörumerki frá Heklu á topp þremur yfir mest seldu bílategundirnar á einstaklingsmarkaði, Mitsubishi og Volkswagen, og Hekla er það bílaumboð sem selt hefur næstflesta bíla á þeim markaði. Þegar kemur að vistvænum bílum kemst ekkert umboð með tærnar þar sem Hekla hefur hælana en tæplega 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa fyrstu sex mánuði ársins koma frá Heklu og bera Mitsubishi og Volkswagen höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Mitsubishi Outlander trónir þar á toppnum og Volkswagen Golf er í öðru sæti. Hekla heldur því áfram að vera leiðandi þegar kemur að sölu vistvænna bíla og þessar tölur endurspegla glögglega græna afstöðu fyrirtækisins í umferðinni. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent
Mitsubishi er það bílavörumerki á Íslandi sem vaxið hefur hraðast fyrstu sex mánuði ársins 2018 samanborið við sama tímabil í fyrra. Salan á þessum japönsku bílum sem Íslendingar hafa haldið tryggð við um áratuga skeið hefur tvöfaldast milli ára og er það nærri tvöfalt meiri aukning en á þeirri bílategund sem næst kemur. Raunar er það svo að fyrstu sex mánuði ársins eru tvö vörumerki frá Heklu á topp þremur yfir mest seldu bílategundirnar á einstaklingsmarkaði, Mitsubishi og Volkswagen, og Hekla er það bílaumboð sem selt hefur næstflesta bíla á þeim markaði. Þegar kemur að vistvænum bílum kemst ekkert umboð með tærnar þar sem Hekla hefur hælana en tæplega 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa fyrstu sex mánuði ársins koma frá Heklu og bera Mitsubishi og Volkswagen höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Mitsubishi Outlander trónir þar á toppnum og Volkswagen Golf er í öðru sæti. Hekla heldur því áfram að vera leiðandi þegar kemur að sölu vistvænna bíla og þessar tölur endurspegla glögglega græna afstöðu fyrirtækisins í umferðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent