Með kveðju frá Ítalíu Þorvaldur Gylfason skrifar 16. ágúst 2018 06:15 Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun