Klukkan frá öllum sjónarhornum Erlendur S. Þorsteinsson skrifar 9. febrúar 2018 06:00 Í frétt á heimasíðu Stjórnarráðsins hinn 8. febrúar 2018 kynnti Velferðarráðuneytið minnisblað (PDF) starfshóps, sem falið var að kanna „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang sólar“. Undirritaður óskar að koma á framfæri við heilbrigðisráðherra eftirfarandi athugasemdum við ofangreint minnisblað: Það er strax ljóst af markmiði starfshópsins að einungis var ætlunin að kanna eina hlið þessa máls, aukna birtu að morgni, en ekki horfa á hinar hliðarnar, minni heildarbirtu á vökutíma og minni birtu seinnipart dags. Viðhorf starfshópsins blasir svo við í texta minnisblaðsins þegar segir „Úrtölumenn leiðréttingar klukkunnar hafa bent á […]“. Það er ljóst að verkefnið var ekki að skoða val á milli tveggja kosta (GMT og GMT-1) og skoða jákvæðar og neikvæðar hliðar þeirra beggja. Öllu fremur var verkefnið skilgreint þröngt að rökstyðja „leiðréttingu klukkunnar“. Þ.e.a.s. menn gáfu sér í upphafi að klukkan væri röng og svo þyrfti að finna rökstuðning fyrir breytingunni. Staðreyndin er sú að þetta var upplýst ákvörðun á sínum tíma (1968) að velja svokallaða flýtta klukku. Starfshópurinn gefur sér að „ákvörðun um of fljótan staðartíma á Íslandi var fyrst og fremst tekin með efnahags- og viðskiptahagsmuni að leiðarljósi.“ Þegar greinagerðin með lögum um tímareikning á Íslandi (1968 nr. 6 5. apríl) er lesin eru hins vegar gefnar fjórar meginástæður fyrir þessu vali: Ein af þeim var sú að á þeim tíma gilti flýtta klukkan hvort eð er meira en helming ársins (203-210 daga). Önnur var sú að „dagsbirtan myndi nýtast enn betur“. Sú ástæða er enn í fullu gildi í dag. Fjallað var um minni birtu að morgni í greinargerðina á sínum tíma en á endanum var matið það að flýtt klukka væri betri þegar á heildina væri litið.Greinargerðina má lesa í heild sinni á vef Alþingis (PDF).Úrtölumenn er ekki fallegt orð og lýsir hugarfari starfshópsins í garð þeirra sem eru annarrar skoðunar en starfshópurinn. Í þeirra huga eru þeir, sem hafa fært rök fyrir óbreyttri klukku, fólk sem er að letja menn frá breytingum „einkum vegna leti eða fastheldni“ (íslensk orðabók Menningarsjóðs). Er þetta hugarfar mjög miður. Ráðherra segir í fréttinni „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ en þessi þroskaða umræða byrjar á því að kalla það fólk, sem er annarrar skoðunar, latt og fastheldið. Undirritaður skorar því á ráðherra: 1) Að setja á stofn nýjan starfshóp, sem hafi það verkefni að kanna „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að halda klukku óbreyttri“ og einkum og sér í lagi að skoða ávinningin af því að á Íslandi er bjartara seinnipartinn þegar skóla og vinnu lýkur og þau jákvæðu áhrif sem það hefur á útivist og heilsueflingu, svo sem göngu, hjólreiðar, sund, golf og hestamennsku, sem aftur minnkar líkur á sjúkdómum, s.s. offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig að skoða áhrif á umferð og slysatíðni, jafnt gangandi, hjólandi og vegfarenda á bílum. Starfshópi þessum verði gefin ekki skemmri tími en þeim fyrri til að skila minnisblaði sínu, einkum og sér lagi vegna þess hve víðfem þessi efni eru á meðan að sjónarhornið um svefn var þröngt. Ef klukku verður breytt á Íslandi tapast 3% af heildarfjölda bjartra stunda milli kl. 7 og 23. Þessar töpuðu stundir safnast nánast allar síðdegis, einmitt þegar fólk hefur betri tíma til útiveru. Nánar tiltekið, milli kl. 16 og 22 tapast 16% birtustunda eða 242 af 1471 björtum stundum. Tapið verður mest að vori og hausti og styttir því þann tíma ársins þar sem auðveldar er að stunda útiveru niður í að vera einungis sumarið. (Eldri) starfshópurinn valdi sér tímabil frá kl. 15 í minnisblaðinu til að fá hagstæðari tölu í umfjöllun sinni, en kl. 15 er fólk vanalega enn í vinnu. Þess vegna velur undirritaður tímabilið frá kl. 16 til að miða við þann tíma þar sem útivera og hreyfing seinnipartinn myndi almennt hefjast. 2) Að fylgjast með umræðu og rannsóknum, sem eru nú að fara af stað í Evrópusambandinu um klukkuna í bandalaginu og fresta ákvarðanatöku hér á landi þar til meiri upplýsingar má fá úr vinnu ESB. Skv. fréttum þá samþykkti Evrópuþingið í dag tillögu um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli kanna og taka af skarið með hvort að hætta eigi með sumar- og vetrartíma í Evrópu. Fréttum fylgir að ef niðurstaðan verði sú að hætta með sumar- og vetrartíma þá þurfi líka að taka afstöðu til þess hvort að festur verði í sessi sumar- eða vetrartíminn; það sé ekki sjálfgefið að nota vetrartímann allt árið um kring. Sjá: Frétt Vísis: ESB kannar hvort hætta skuli með sumar- og vetrartímannFrétt SVT: Sommartiden ska utredas i EUFinnland kom þessari umræðu af stað á Evrópuþinginu en fyrir sænska þinginu liggur tillaga um að festa sumartíma í sessi, sjá („Införande av sommartid året runt“) og infrastrukturminister Svíþjóðar hefur lýst þeirri skoðun sinni að hætta eigi að skipta á milli sumar- og vetrartíma. Ef þetta yrði niðurstaðan þá myndu Svíar festa í sessi það fyrirkomulag sem þegar gildir á Íslandi (og hefur síðan 1968), að nota flýtta klukku. Það eru mörg sjónarmið á þeirri spurningu um hvaða klukku eigi að nota á Íslandi, GMT eða GMT-1. Svefn er einungis eitt þeirra mörgu sjónarmiða. Verði það ofan á í Evrópu, þ.m.t. í Svíþjóð og Finnlandi, löndum á norðurslóðum, að hætta með mismunandi sumar- og vetrartíma og festa í sessi sumartíma að öllum hinum margvíslegu sjónarmiðum virtum, væri það mjög sérstakt ef Ísland kæmist að þeirri séríslensku niðurstöðu að festa vetrartímann í sessi.Undirritaður er stærðfræðingur og tölvunarfræðingur og einnig úrtölumaður að mati starfshóps heilbrigðisráðherra. Undirritaður er einnig mikill áhugamaður um útivist og hreyfingu seinnipartinn og stundar hjólreiðar sér til gamans og heilsubótar að vinnu lokinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir ESB kannar hvort hætta skuli með sumar- og vetrartíma Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli kanna og taka af skarið með hvort hætta eigi með sumar- og vetrartíma í Evrópu. 8. febrúar 2018 13:33 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt á heimasíðu Stjórnarráðsins hinn 8. febrúar 2018 kynnti Velferðarráðuneytið minnisblað (PDF) starfshóps, sem falið var að kanna „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang sólar“. Undirritaður óskar að koma á framfæri við heilbrigðisráðherra eftirfarandi athugasemdum við ofangreint minnisblað: Það er strax ljóst af markmiði starfshópsins að einungis var ætlunin að kanna eina hlið þessa máls, aukna birtu að morgni, en ekki horfa á hinar hliðarnar, minni heildarbirtu á vökutíma og minni birtu seinnipart dags. Viðhorf starfshópsins blasir svo við í texta minnisblaðsins þegar segir „Úrtölumenn leiðréttingar klukkunnar hafa bent á […]“. Það er ljóst að verkefnið var ekki að skoða val á milli tveggja kosta (GMT og GMT-1) og skoða jákvæðar og neikvæðar hliðar þeirra beggja. Öllu fremur var verkefnið skilgreint þröngt að rökstyðja „leiðréttingu klukkunnar“. Þ.e.a.s. menn gáfu sér í upphafi að klukkan væri röng og svo þyrfti að finna rökstuðning fyrir breytingunni. Staðreyndin er sú að þetta var upplýst ákvörðun á sínum tíma (1968) að velja svokallaða flýtta klukku. Starfshópurinn gefur sér að „ákvörðun um of fljótan staðartíma á Íslandi var fyrst og fremst tekin með efnahags- og viðskiptahagsmuni að leiðarljósi.“ Þegar greinagerðin með lögum um tímareikning á Íslandi (1968 nr. 6 5. apríl) er lesin eru hins vegar gefnar fjórar meginástæður fyrir þessu vali: Ein af þeim var sú að á þeim tíma gilti flýtta klukkan hvort eð er meira en helming ársins (203-210 daga). Önnur var sú að „dagsbirtan myndi nýtast enn betur“. Sú ástæða er enn í fullu gildi í dag. Fjallað var um minni birtu að morgni í greinargerðina á sínum tíma en á endanum var matið það að flýtt klukka væri betri þegar á heildina væri litið.Greinargerðina má lesa í heild sinni á vef Alþingis (PDF).Úrtölumenn er ekki fallegt orð og lýsir hugarfari starfshópsins í garð þeirra sem eru annarrar skoðunar en starfshópurinn. Í þeirra huga eru þeir, sem hafa fært rök fyrir óbreyttri klukku, fólk sem er að letja menn frá breytingum „einkum vegna leti eða fastheldni“ (íslensk orðabók Menningarsjóðs). Er þetta hugarfar mjög miður. Ráðherra segir í fréttinni „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ en þessi þroskaða umræða byrjar á því að kalla það fólk, sem er annarrar skoðunar, latt og fastheldið. Undirritaður skorar því á ráðherra: 1) Að setja á stofn nýjan starfshóp, sem hafi það verkefni að kanna „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að halda klukku óbreyttri“ og einkum og sér í lagi að skoða ávinningin af því að á Íslandi er bjartara seinnipartinn þegar skóla og vinnu lýkur og þau jákvæðu áhrif sem það hefur á útivist og heilsueflingu, svo sem göngu, hjólreiðar, sund, golf og hestamennsku, sem aftur minnkar líkur á sjúkdómum, s.s. offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig að skoða áhrif á umferð og slysatíðni, jafnt gangandi, hjólandi og vegfarenda á bílum. Starfshópi þessum verði gefin ekki skemmri tími en þeim fyrri til að skila minnisblaði sínu, einkum og sér lagi vegna þess hve víðfem þessi efni eru á meðan að sjónarhornið um svefn var þröngt. Ef klukku verður breytt á Íslandi tapast 3% af heildarfjölda bjartra stunda milli kl. 7 og 23. Þessar töpuðu stundir safnast nánast allar síðdegis, einmitt þegar fólk hefur betri tíma til útiveru. Nánar tiltekið, milli kl. 16 og 22 tapast 16% birtustunda eða 242 af 1471 björtum stundum. Tapið verður mest að vori og hausti og styttir því þann tíma ársins þar sem auðveldar er að stunda útiveru niður í að vera einungis sumarið. (Eldri) starfshópurinn valdi sér tímabil frá kl. 15 í minnisblaðinu til að fá hagstæðari tölu í umfjöllun sinni, en kl. 15 er fólk vanalega enn í vinnu. Þess vegna velur undirritaður tímabilið frá kl. 16 til að miða við þann tíma þar sem útivera og hreyfing seinnipartinn myndi almennt hefjast. 2) Að fylgjast með umræðu og rannsóknum, sem eru nú að fara af stað í Evrópusambandinu um klukkuna í bandalaginu og fresta ákvarðanatöku hér á landi þar til meiri upplýsingar má fá úr vinnu ESB. Skv. fréttum þá samþykkti Evrópuþingið í dag tillögu um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli kanna og taka af skarið með hvort að hætta eigi með sumar- og vetrartíma í Evrópu. Fréttum fylgir að ef niðurstaðan verði sú að hætta með sumar- og vetrartíma þá þurfi líka að taka afstöðu til þess hvort að festur verði í sessi sumar- eða vetrartíminn; það sé ekki sjálfgefið að nota vetrartímann allt árið um kring. Sjá: Frétt Vísis: ESB kannar hvort hætta skuli með sumar- og vetrartímannFrétt SVT: Sommartiden ska utredas i EUFinnland kom þessari umræðu af stað á Evrópuþinginu en fyrir sænska þinginu liggur tillaga um að festa sumartíma í sessi, sjá („Införande av sommartid året runt“) og infrastrukturminister Svíþjóðar hefur lýst þeirri skoðun sinni að hætta eigi að skipta á milli sumar- og vetrartíma. Ef þetta yrði niðurstaðan þá myndu Svíar festa í sessi það fyrirkomulag sem þegar gildir á Íslandi (og hefur síðan 1968), að nota flýtta klukku. Það eru mörg sjónarmið á þeirri spurningu um hvaða klukku eigi að nota á Íslandi, GMT eða GMT-1. Svefn er einungis eitt þeirra mörgu sjónarmiða. Verði það ofan á í Evrópu, þ.m.t. í Svíþjóð og Finnlandi, löndum á norðurslóðum, að hætta með mismunandi sumar- og vetrartíma og festa í sessi sumartíma að öllum hinum margvíslegu sjónarmiðum virtum, væri það mjög sérstakt ef Ísland kæmist að þeirri séríslensku niðurstöðu að festa vetrartímann í sessi.Undirritaður er stærðfræðingur og tölvunarfræðingur og einnig úrtölumaður að mati starfshóps heilbrigðisráðherra. Undirritaður er einnig mikill áhugamaður um útivist og hreyfingu seinnipartinn og stundar hjólreiðar sér til gamans og heilsubótar að vinnu lokinni.
ESB kannar hvort hætta skuli með sumar- og vetrartíma Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli kanna og taka af skarið með hvort hætta eigi með sumar- og vetrartíma í Evrópu. 8. febrúar 2018 13:33
Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun