Strembið í Stuttgart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2018 06:00 Patrick Wiencek skorar annað tveggja marka sinna í leiknum gegn Íslandi. vísir/getty Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn