Suwannapura vann eftir bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:35 Suwannapura nældi í sinn fyrsta sigur í Ohio vísir/getty Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018 Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018
Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira