Bjóðum börnin velkomin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun