Upphitun: Pressan öll á Vettel Bragi Þórðarson skrifar 28. september 2018 22:45 Sebestian Vettel er með auga á titilbaráttunni vísir/getty Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum. Formúla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum.
Formúla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira