Viltu fræðast um Vináttu? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar