Viltu fræðast um Vináttu? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar