Pisa og Reykjavík Skúli Helgason skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun