Hægt að veðja á hvort undrabarnið skorar meira í oddaleiknum á Selfossi í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2018 13:00 Hvor fer í úrslitarimmuna? vísir Spennan er gríðarleg fyrir oddaleik Selfoss og FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem fram fer í Vallaskóla á Selfossi í kvöld klukkan 20.00. Fyrir löngu er uppselt á leikinn en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.30. Bæði verður hægt að sjá hann í andyri Vallaskóla og í bíóhúsinu á Selfossi.Sjá einnig:Allt undir í Vallaskóla Leikurinn í kvöld er síðasti séns til að sjá tvo efnilegustu handboltamenn landsins; Gísla Þorgeir Kristjánsson úr FH og Hauk Þrastarson frá Selfossi, etja kappi en liðið sem tapar fer í sumarfrí.Battle of the prodigies. Hvor er meira clutch, Haukur Þrastar eða Wonderboy? #seinnibylgjan#olisdeildinhttps://t.co/1IeOsBq9G8pic.twitter.com/0dFWGnwSto — Aron Gauti Laxdal (@aronlaxdal) May 9, 2018 Gísli Þorgeir (f. 1999) og Haukur (f. 2001) hafa báðir verið ótrúlegir á tímabilinu og ekkert slakað á í úrslitakeppninni. Gísli skoraði meðal annars þrettán mörk í leik tvö og gaf fjórtán stoðsendingar í leik fjögur. Þessir ungu menn hafa greinilega vakið athygli út fyrir landssteinanna því veðmálasíðan Coolbet.com gefur þann mögulega að veðja á hvort undrabarnið skorar fleiri mörk í oddaleiknum í kvöld. Stuðullinn á að Gísli skori meira er 1,80 en 1,90 á Hauk. Gísli er búinn að skora 5,8 mörk að meðaltali í leik í sex leikjum í úrslitakeppninni en Haukur er að skora 4,3 mörk að meðaltali í leik. Ítarlega tölfræði úr úrslitakeppninni má annars finna á HB Statz. Sama veðmálasíða telur sigurlíkur Selfyssinga aðeins meiri enda allir leikir rimmunnar unnist á heimavelli. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt undir í Vallaskóla Selfoss og FH mætast í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikirnir fjórir til þessa hafa verið jafnir og spennandi og stemningin góð. 9. maí 2018 08:00 FH missir fjórða lykilmanninn í sumar: Ágúst Elí samdi í Svíþjóð FH-ingar missa enn einn lykilmanninn eftir tímabilið í Olís-deildinni. 8. maí 2018 10:00 Kvartanir bárust eftir síðasta leik á Selfossi: „Skilja allir hættuna“ Það ríkir gífurleg eftirvænting fyrir oddaleik Selfyssinga og FH annað kvöld en sigurvegarinn í leik liðanna fer í úrslitaeinvígið gegn Eyjamönnum. Stemningin er eftir því. 8. maí 2018 20:15 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Spennan er gríðarleg fyrir oddaleik Selfoss og FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem fram fer í Vallaskóla á Selfossi í kvöld klukkan 20.00. Fyrir löngu er uppselt á leikinn en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.30. Bæði verður hægt að sjá hann í andyri Vallaskóla og í bíóhúsinu á Selfossi.Sjá einnig:Allt undir í Vallaskóla Leikurinn í kvöld er síðasti séns til að sjá tvo efnilegustu handboltamenn landsins; Gísla Þorgeir Kristjánsson úr FH og Hauk Þrastarson frá Selfossi, etja kappi en liðið sem tapar fer í sumarfrí.Battle of the prodigies. Hvor er meira clutch, Haukur Þrastar eða Wonderboy? #seinnibylgjan#olisdeildinhttps://t.co/1IeOsBq9G8pic.twitter.com/0dFWGnwSto — Aron Gauti Laxdal (@aronlaxdal) May 9, 2018 Gísli Þorgeir (f. 1999) og Haukur (f. 2001) hafa báðir verið ótrúlegir á tímabilinu og ekkert slakað á í úrslitakeppninni. Gísli skoraði meðal annars þrettán mörk í leik tvö og gaf fjórtán stoðsendingar í leik fjögur. Þessir ungu menn hafa greinilega vakið athygli út fyrir landssteinanna því veðmálasíðan Coolbet.com gefur þann mögulega að veðja á hvort undrabarnið skorar fleiri mörk í oddaleiknum í kvöld. Stuðullinn á að Gísli skori meira er 1,80 en 1,90 á Hauk. Gísli er búinn að skora 5,8 mörk að meðaltali í leik í sex leikjum í úrslitakeppninni en Haukur er að skora 4,3 mörk að meðaltali í leik. Ítarlega tölfræði úr úrslitakeppninni má annars finna á HB Statz. Sama veðmálasíða telur sigurlíkur Selfyssinga aðeins meiri enda allir leikir rimmunnar unnist á heimavelli.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt undir í Vallaskóla Selfoss og FH mætast í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikirnir fjórir til þessa hafa verið jafnir og spennandi og stemningin góð. 9. maí 2018 08:00 FH missir fjórða lykilmanninn í sumar: Ágúst Elí samdi í Svíþjóð FH-ingar missa enn einn lykilmanninn eftir tímabilið í Olís-deildinni. 8. maí 2018 10:00 Kvartanir bárust eftir síðasta leik á Selfossi: „Skilja allir hættuna“ Það ríkir gífurleg eftirvænting fyrir oddaleik Selfyssinga og FH annað kvöld en sigurvegarinn í leik liðanna fer í úrslitaeinvígið gegn Eyjamönnum. Stemningin er eftir því. 8. maí 2018 20:15 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Allt undir í Vallaskóla Selfoss og FH mætast í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikirnir fjórir til þessa hafa verið jafnir og spennandi og stemningin góð. 9. maí 2018 08:00
FH missir fjórða lykilmanninn í sumar: Ágúst Elí samdi í Svíþjóð FH-ingar missa enn einn lykilmanninn eftir tímabilið í Olís-deildinni. 8. maí 2018 10:00
Kvartanir bárust eftir síðasta leik á Selfossi: „Skilja allir hættuna“ Það ríkir gífurleg eftirvænting fyrir oddaleik Selfyssinga og FH annað kvöld en sigurvegarinn í leik liðanna fer í úrslitaeinvígið gegn Eyjamönnum. Stemningin er eftir því. 8. maí 2018 20:15