Á fertugsafmæli Samtakanna '78 María Helga Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2018 11:39 Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Samtakanna ‘78. Áratugirnir síðan félagið hóf baráttu sína fyrir réttindum hómósexúalfólks, eins og þá var að orði komist, hafa verið viðburðaríkir. Þegar samtökin hófu göngu sína voru viðhorfin í þjóðfélaginu slík að sumir neyddust hreinlega til að flýja land undan ofsóknum, útskúfun og ofbeldi. Langt fram á níunda áratuginn máttu orðin hommi og lesbía ekki heyrast í útsendingum Ríkisútvarpsins og slúðurblöð landsins fluttu æsifréttir af „kynvillingum“ sem „veiddu“ sér fórnarlömb á vínhúsum bæjarins. Þá hefði verið erfitt að ímynda sér að fólk myndi leita hingað um alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar eða kynvitundar eða að íslensk ríkisstjórn hefði það yfirlýsta markmið að koma Íslandi í fremstu röð í réttindamálum hinsegin fólks, eins og nú er raunin. Og þó. Þrátt fyrir mótlætið var metnaðarfull framtíðarsýn til staðar innan Samtakanna ‘78 frá upphafi. Það má t.d. greina í nafnlausum pistli frá félaginu sem birtist í Stúdentablaðinu 9. mars 1979:Við ætlum okkur að ná algerum jöfnuði fyrir lögunum með því að þar verði ekki tilgreint kyn persónanna þegar fjallað er um kynferðisleg atriði sem lög eru látin varða. Og enn hafa ekki verið sett hér lög sem tryggja jafnan rétt hómósexúalfólks eins og nú eru til sums staðar erlendis, til dæmis hvað varðar rétt til atvinnu og húsnæðis, forræði barna við skilnað foreldra, fræðslu í skólum, erfðarétt sambýlisfólks og margt fleira. Í dag, fjörutíu árum síðar, eru margar þessara breytinga orðnar að veruleika. Það hefði aldrei orðið nema vegna þess að kynslóð eftir kynslóð af baráttufólki hefur beitt sér af fórnfýsi gegn fordómum og fáfræði og krafist virðingar, viðurkenningar og réttarbóta. En þótt ótrúlegt megi virðast eru þær enn ekki allar í höfn. Enn er til dæmis engin löggjöf sem tryggir jafnan rétt til atvinnu og húsnæðis og almennt bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar. Samhliða breytingum á samfélaginu hafa Samtökin ‘78 sjálf þróast. Félag hómósexúalfólks, eins og það hét fyrst, er í dag félag hinsegin fólks á Íslandi og beitir sér m.a. fyrir réttindum homma og lesbía, trans og intersex fólks og tví-, pan- og eikynheigðra. Ráðgjafarþjónustan, sem á tímabili var veitt í heimasíma formannsins, er nú í höndum færra fagaðila; fræðslustarfsemin teygir anga sína frá samfélagsmiðlum inn í skólastofur, frá íþróttafélögum til Útlendingastofnunar, og tugir unglinga eiga öruggan vettvang í hinsegin félagsmiðstöð í viku hverri. Félagið hefur aldrei staðið betur fjárhagslega og getur fagnað þessum tímamótum með því að koma fleiri mikilvægum verkefnum í góðan farveg. Regnhlífin hefur opnast og réttindabaráttan þróast; ný markmið hafa bæst við upptalninguna frá 1979. En inntakið í markmiðum félagsins er óbreytt: að tryggja siðferðisleg og lagaleg réttindi, miðla þekkingu, efla sjálfsmynd hinsegin fólks, vera vettvangur og vopn í baráttunni, og að tengjast inn í víðtækari baráttu fyrir mannréttindum heima og heiman. Þeirri baráttu er fjarri lokið, en nú þegar 40 ár eru að baki horfum við bjartsýn fram á veginn. Til hamingju með afmælið.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun