Hálfkák Íslands gagnvart Evrópuráðinu Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 2. mars 2018 07:00 Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Tilfærslan er sögð vera í samhengi við aukna áherslu stjórnvalda á mannréttindi og alþjóðasamvinnu sem og aukna samræmingu mannréttindamála innan Stjórnarráðsins. Það er erfitt að sjá hvernig þessi tilfærsla felur í sér aukna áherslu á mannréttindi og alþjóðasamvinnu. Fyrirsvar allra hinna 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, jafnt smárra sem stórra, er í fastanefndum þeirra innan Evrópuráðsins í Strassborg. Þar má nefna smá- og örríkin Andorra, San Marínó, Liechtenstein, Möltu og Lúxemborg. Ísland er eina aðildarríkið sem ekki starfrækir fastanefnd á staðnum. Fastanefnd Íslands í Strassborg var lokað í hagræðingarskyni árið 2009 en þá hafði hún verið starfrækt frá árinu 1997. Tekin var ákvörðun um að enduropna fastanefndina á árinu 2015 og undirbúningur þess hófst árið 2016. Nú fer hins vegar að verða ljóst að ekki á að verða af því, að minnsta kosti ekki í bráð, en þess í stað á að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu hingað heim, sem verður að teljast undarleg nálgun. Stefna Evrópuráðsins er að mestu mótuð og ákvörðuð á vikulegum fundum fastafulltrúa aðildarríkjanna í Strassborg. Erfitt er að sjá hvernig Ísland ætlar að vera fullgildur aðili að ráðinu til jafns við önnur aðildarríki og taka virkan þátt í starfi þess undir núverandi fyrirkomulagi. Þess má geta að Ísland á að taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021. Það mun fela í sér ennþá ríkari þörf fyrir öflugt fyrirsvar Íslands á staðnum þegar það verður okkar hlutverk að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði í störfum þess og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnunum. Það á svo að heita að vernd mannréttinda sé ein af grunnstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Staða mannréttinda í Evrópu fer síst batnandi. Tjáningar- og fjölmiðlafrelsi eiga mjög undir högg að sækja, mannréttindi flóttafólks eru víða fótum troðin og staða LGBT-fólks fer versnandi. Ástandið er ekki síst hvað verst í Tyrklandi, Rússlandi, Úkraínu og Aserbaídsjan en ríkin fjögur er öll aðildarríki Evrópuráðsins og bundin af sáttmálum þess. Skerðing pólskra stjórnvalda á sjálfstæði dómstóla þar í landi hefur einnig vakið ugg sem og skerðing funda- og félagafrelsis í Ungverjalandi. Ábyrgð þeirra Evrópuríkja sem berjast fyrir vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis og réttarríkis er mikil. Stofnanir Evrópuráðsins, þar með talið ráðherranefndin, Evrópuráðsþingið og Mannréttindadómstóll Evrópu, eru mikilvægustu mannréttindastofnanir álfunnar. Það samræmist engan veginn stefnu Íslands í mannréttindamálum að sinna starfi Evrópuráðsins ekki af meiri festu en raun ber vitni og vera í raun að draga enn frekar úr skuldbindingu sinni þegar fullt tilefni er til að gefa í.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun