Hátt í hundrað börn fá hjálp úr atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2018 06:00 Björgvin Ingibergsson starfar hjá Tölvuteki eftir hádegi á miðvikudögum og kann því vel. Fyrirtækin sem taka þátt eru fjölbreytt. Vísir/Anton Brink „Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
„Ég byrjaði í ágúst og kann mjög vel við mig,“ segir Björgvin G. Ingibergsson. Hann er nemandi í 10. bekk Háaleitisskóla. Hluta úr skólatímanum starfar hann í versluninni Tölvutek. Þar hefur hann bæði fengið að vinna á verkstæðinu og í ráðgjöf við kúnna eftir hádegi á miðvikudögum. Hann segir hvort tveggja henta sér, en þó sé skemmtilegra í versluninni. „Mér líkar best við mig hér að hjálpa fólki. Ég spila rosalega mikið tölvuleiki og á auðvelt með að leiðbeina fólki að því sem það er að leita að hérna,“ segir hann. Björgvin er þátttakandi í verkefninu Atvinnutengt nám sem Reykjavíkurborg býður upp á í samstarfi við atvinnulífið. Þar er nemendum gefið tækifæri á að kynnast atvinnulífinu. Markmiðið er að mæta þeim nemendum sem líður illa í skóla og eiga undir högg að sækja félagslega. Þá er markmiðið að bæta líðan nemenda, að styrkja sjálfsmynd þeirra og vinna með umhverfislæsi þeirra. Börnin geta unnið allt að fjórar klukkustundir á viku, en ein klukkustund jafngildir 1,5 kennslustundum. Á hverjum vinnustað njóta þau leiðsagnar verkstjóra eða annarra starfsmanna. Arna Hrönn Aradóttir, hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er verkefnastjóri Atvinnutengds náms. „Það sem við erum að vinna í núna er að fá meira samstarf við atvinnulífið af því að núna er ég með 25 krakka á biðlista og ég fæ ekki pláss fyrir þau. Mig vantar fleiri fyrirtæki.“ Núna eru 85 grunnskólabörn í Atvinnutengdu námi og hefur eftirspurn aukist verulega eftir áramót. „Þetta er oftast mætingarvandi og það er skólaleiði hjá 9. og 10. bekk. Börnin einangrast félagslega og þetta er kvíði,“ segir Arna um ástæður þess að nemendur sækja í þetta úrræði. Börnin þurfi að fá tækifæri til að efla sig á öðrum vettvangi en í skólanum. Reykjavíkurborg greiðir nemendunum fyrir vinnuna og fær nemandi í 9. bekk 600 krónur en nemandi í 10. bekk fær 800 krónur. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu með því að bjóða börnum vinnu eru fjölbreytt. Arna segir athuganir benda til þess að nemendur sem þiggja þetta úrræði hafi valið að fara í iðnnám að lokum grunnskóla frekar en að hætta í skóla. „Kokkanám, bifvélavirkjun, málmsmíði og þar fram eftir götunum,“ segir hún.Uppfært klukkan 10:25Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Björgvin væri í Hvassaleitisskóla. Hið rétta er að hann er í Háaleitisskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira