Martin boðinn stór samningur í sumar │ „Draumurinn að spila í NBA“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. maí 2018 14:30 Martin ber upp boltann fyrir Chalon-Reims í leik í Frakklandi en hann hefur verið einn albesti leikmaður liðsins á sínu fyrsta ári í efstu deild. Hafa stærri lið sýnt honum áhuga en hann verður samningslaus í sumar. vísir/getty Martin Hermannsson hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í liði Chalons-Reims. Landsliðsmaðurinn var í ítarlegu viðtali við franska miðilinn BeBasket þar sem hann ræddi tímabilið, framtíðina og íslenska landsliðið. Frammistaða Martins hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með körfuboltaheiminum og er hann eftisóttur um alla Evrópu, ef marka má franska miðilinn, og vildi Avellino, topp lið á Ítalíu, fá hann til sín fyrir úrslitakeppnina. „Ef ég horfi á tímabilið út frá mér persónulega þá finnst mér ég hafa skilað mínu. Ég mætti öllum þeim væntingum sem voru gerðar til mín. Liðið í heild er aðeins vonsvikið með tímabilið því við vildum ná í úrslitakeppninni,“ sagði Martin. Vesturbæingurinn, sem varð Íslandsmeistari með KR aðeins 19 ára gamall, er á sínu öðru atvinnumannatímabili en hann var í frönsku B-deildinni á síðasta ári. „Ég var með mikið sjálfstraust þegar ég kom upp í úrvalsdeildina, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn nokkrum af bestu leikmönnum heims á Eurobasket [í Finnlandi haustið 2017]. Fyrst ég gat veitt þeim samkeppni þar þá gat ég spilað hvar sem er. Ég vildi sanna að ég gæti spilað í frönsku úrvalsdeildinni og ég held ég hafi gert það.“ „Chalons-Reims var gott skref fyrir ferilinn minn, frekar en að fara í betra lið og verða fastur á bekknum eftir einn eða tvo slæma leiki.“ „Þrátt fyrir að vera enn ungur þá vildi ég sanna mig sem leiðtogi. Ég ólst upp í því hlutverki, gat alltaf skorað og deilt boltanum út á liðsfélagana. Vopnabúrið mitt er nokkuð fullkomnað í sókninni en ég þarf að vinna meira í varnarleiknum. Ég er sannfærður um að ég geti orðið góður varnarmaður.“ En hvert stefnir þessi frábæri landsliðsmaður? „Ég vil spila í EuroLeague og berjast um titla. Mér finnst eins og ég sé búinn með reynslutímann og vil taka næsta skref. Ég væri til í að fara í betri deild eða stærra félag með meiri pressu, einhvert þar sem það er krafa að komast í úrstliakeppni. Draumurinn er að spila í úrslitum EuroLeague og svo þaðan í NBA, eins og hjá öllum körfuboltamönnum.“ Talið barst undir lokin í átt að íslenska landsliðinu. Eftir að ná inn á EuroBasket tvö ár í röð er Ísland aðeins að koma sér á kortið og sigrarnir tveir í undankeppni HM í lok síðasta árs gáfu liðinu mikið. „Við erum alltaf að fá meiri virðingu. Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum á Íslandi sem gætu náð langt. Eftir EM í fótbolta 2016 fóru allir að tala um Ísland. Nú tekur fólk víkingaklappið hvert sem ég fer. Ég veit ekki hvort það hafi hjálpað íslenskum körfubolta en fólk veit allavega hvar Ísland er.“ „Það er erfitt að fara á EuroBasket og vinna ekki leik í keppninni. Það er sárt, en við munum halda áfram. Ég ætla að vinna leik á EuroBasket áður en ég hætti,“ sagði Martin Hermannsson. Viðtalið endaði á því að þjálfari Martins, Cedric Heitz, var spurður um álit á leikmanninum. Þar sagði hann að félagið myndi gera sitt allt fyrir Martin og bjóða honum stærsta samning í sögu félagsins í sumar, en samningur Martins rennur út í sumar. Körfubolti Tengdar fréttir Martin maður leiksins í dramatískum sigri Martin Hermannsson var valinn maður leiksins er Châlons-Reims vann þriggja stiga sigur, 87-84, á Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 12. maí 2018 20:18 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Martin Hermannsson hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í liði Chalons-Reims. Landsliðsmaðurinn var í ítarlegu viðtali við franska miðilinn BeBasket þar sem hann ræddi tímabilið, framtíðina og íslenska landsliðið. Frammistaða Martins hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með körfuboltaheiminum og er hann eftisóttur um alla Evrópu, ef marka má franska miðilinn, og vildi Avellino, topp lið á Ítalíu, fá hann til sín fyrir úrslitakeppnina. „Ef ég horfi á tímabilið út frá mér persónulega þá finnst mér ég hafa skilað mínu. Ég mætti öllum þeim væntingum sem voru gerðar til mín. Liðið í heild er aðeins vonsvikið með tímabilið því við vildum ná í úrslitakeppninni,“ sagði Martin. Vesturbæingurinn, sem varð Íslandsmeistari með KR aðeins 19 ára gamall, er á sínu öðru atvinnumannatímabili en hann var í frönsku B-deildinni á síðasta ári. „Ég var með mikið sjálfstraust þegar ég kom upp í úrvalsdeildina, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn nokkrum af bestu leikmönnum heims á Eurobasket [í Finnlandi haustið 2017]. Fyrst ég gat veitt þeim samkeppni þar þá gat ég spilað hvar sem er. Ég vildi sanna að ég gæti spilað í frönsku úrvalsdeildinni og ég held ég hafi gert það.“ „Chalons-Reims var gott skref fyrir ferilinn minn, frekar en að fara í betra lið og verða fastur á bekknum eftir einn eða tvo slæma leiki.“ „Þrátt fyrir að vera enn ungur þá vildi ég sanna mig sem leiðtogi. Ég ólst upp í því hlutverki, gat alltaf skorað og deilt boltanum út á liðsfélagana. Vopnabúrið mitt er nokkuð fullkomnað í sókninni en ég þarf að vinna meira í varnarleiknum. Ég er sannfærður um að ég geti orðið góður varnarmaður.“ En hvert stefnir þessi frábæri landsliðsmaður? „Ég vil spila í EuroLeague og berjast um titla. Mér finnst eins og ég sé búinn með reynslutímann og vil taka næsta skref. Ég væri til í að fara í betri deild eða stærra félag með meiri pressu, einhvert þar sem það er krafa að komast í úrstliakeppni. Draumurinn er að spila í úrslitum EuroLeague og svo þaðan í NBA, eins og hjá öllum körfuboltamönnum.“ Talið barst undir lokin í átt að íslenska landsliðinu. Eftir að ná inn á EuroBasket tvö ár í röð er Ísland aðeins að koma sér á kortið og sigrarnir tveir í undankeppni HM í lok síðasta árs gáfu liðinu mikið. „Við erum alltaf að fá meiri virðingu. Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum á Íslandi sem gætu náð langt. Eftir EM í fótbolta 2016 fóru allir að tala um Ísland. Nú tekur fólk víkingaklappið hvert sem ég fer. Ég veit ekki hvort það hafi hjálpað íslenskum körfubolta en fólk veit allavega hvar Ísland er.“ „Það er erfitt að fara á EuroBasket og vinna ekki leik í keppninni. Það er sárt, en við munum halda áfram. Ég ætla að vinna leik á EuroBasket áður en ég hætti,“ sagði Martin Hermannsson. Viðtalið endaði á því að þjálfari Martins, Cedric Heitz, var spurður um álit á leikmanninum. Þar sagði hann að félagið myndi gera sitt allt fyrir Martin og bjóða honum stærsta samning í sögu félagsins í sumar, en samningur Martins rennur út í sumar.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin maður leiksins í dramatískum sigri Martin Hermannsson var valinn maður leiksins er Châlons-Reims vann þriggja stiga sigur, 87-84, á Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 12. maí 2018 20:18 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Martin maður leiksins í dramatískum sigri Martin Hermannsson var valinn maður leiksins er Châlons-Reims vann þriggja stiga sigur, 87-84, á Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 12. maí 2018 20:18