Hæfilegt óvanhæfi Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun