Hæfilegt óvanhæfi Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar