Hæfilegt óvanhæfi Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun