Hæfilegt óvanhæfi Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ég er einn af sakborningunum í Al Thani málinu og þótt það hafi ekki farið hátt í fjölmiðlum fór ég fram á endurupptöku málsins fyrir Endurupptökunefnd. Vildi ég láta reyna á staðreyndir málsins og lagði fram ekki færri en 50 atriði sem ég taldi ranglega metin af Hæstarétti. Ég ákvað í fyrstu að gera ekki veður út af augljósu vanhæfi formanns Endurupptökunefndar, Kristbjargar Stephensen, sökum áratuga langs og náins vinskapar hennar við Björgu Thorarensen, eiginkonu Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta Hæstaréttar og dómsformanns í Al Thani málinu. Þessi afstaða mín breyttist hins vegar þegar mér barst bréf frá Endurupptökunefnd þess efnis að tveir meðlimir nefndarinnar hefðu óskað lausnar úr endurupptökunefnd sökum vanhæfis. Ásgerður Ragnarsdóttir óskaði, eðlilega, lausnar úr nefndinni vegna fyrri aðkomu sinnar að þessu máli fyrir mig. Rétt er hins vegar að geta þess að ég hef aldrei hitt Ásgerði, en hún mun hafa verið starfsmaður á sömu lögmannsstofu og lögmaður minn. Í sama bréfi Endurupptökunefndar var mér tjáð að Eyvindur G. Gunnarsson hefði einnig vikið sæti vegna kunningsskapar við mig. Ég verð þó að segja að ég var smá tíma að átta mig á hver Eyvindur væri, því að ég hef hvorki séð né rætt við hann í 30 ár. Leiðir okkar höfðu legið saman nokkur sumur í knattspyrnufélaginu Víkingi þegar við vorum unglingar. Ég átti aldrei neina aðra snertifleti við hann og hef ekki hugmynd um hvað á daga hans hefur drifið síðan þá. Mér þótti þó vænt um, að nú þremur áratugum síðar telji hann mig svo náinn sér að hann telji sig vanhæfan. Ég taldi því eðlilegt, í ljósi þess hvernig ofangreindir nefndarmenn mátu hæfi sitt, að spyrja hvort Kristbjörg Stephensen væri ekki einnig vanhæf vegna tengsla sinna við forseta Hæstaréttar. Hún hafði eftir allt verið náin vinkona eiginkonu Markúsar í 30 ár, eða frá því að þær hófu saman nám við lagadeild Háskóla Íslands. Síðan þá hafa þær Björg og Kristbjörg verið saman í saumaklúbbi sem hittist oft á hverju ári. Mér fannst því liggja í hlutarins eðli að vanhæfi næði yfir nána vináttu eiginkonu Markúsar við þá sem eiga að endurskoða dóm hans. Þessu tengt komst héraðsdómarinn Ásmundur Helgason nýlega að þeirri ótrúlegu niðurstöðu, í máli er varðaði meðal annars vanhæfi Kristbjargar í máli annars sakbornings í Al Thani málinu, að Kristbjörg sé ekki, þrátt fyrir áratugalanga vináttu hennar og eiginkonu Markúsar, vanhæf til að fjalla um embættisfærslur Markúsar. Er það vegna þess að hún hafi borið við fyrir rétti að hún þekki Markús einungis sem eiginmann vinkonu sinnar. Þá fullyrti hún að hún hitti eiginkonu Markúsar einungis í hópi vinkvenna í saumaklúbbnum. Ekki hefði til dæmis tíðkast að bjóða henni í skírn eða fermingar barna þeirra! Trúir því einhver að ég sé hæfur til að dæma í málum eiginkvenna vina minna, vegna þess að mér var ekki boðið í skírnir eða fermingar barna þeirra og að aðeins eiginmaðurinn sé vinur minn en ekki eiginkona hans! Er hægt yfir höfuð að aðgreina eiginkonur vina sem ótengda aðila og ekki vini? Þú ert með öðrum orðum vanhæfur til að dæma í máli vinar þíns en hæfur til að dæma í máli maka hans! Nú liggur beint við að ef þessu máli verður áfrýjað til Hæstaréttar að Markús kveði upp dóm til þess að taka af allan vafa um hvort vinkona eiginkonu hans í 30 ár geti endurskoðað dóma sem hann sjálfur hefur fellt.Höfundur er fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun