Tilnefning Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna Ómar H Kristmundsson skrifar 1. mars 2018 11:15 Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi að íslensk stjórnvöld muni tilnefna forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandsson, sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur ekki áður átt fulltrúa í þessari mikilvægu sérfræðinefnd mér vitandi. Það er ekki síður fagnaðarefni að Bragi Guðbrandsson skuli tilnefndur. Mér er til efs að annar Íslendingur sé hæfari til þessa starfs. Frumkvöðull á sviði barnaverndarstarfs. Sem forstöðumaður Barnaverndarstofu hefur Bragi stýrt þróun málaflokksins allt frá stofnun hennar 1995. Í því starfi hefur hann átt frumkvæði að nýjum meðferðarúrræðum. Hér má t.d. nefna innleiðingu fjölkerfameðferðarinnar MST. Umfangsmesta frumkvöðlaverkefni Braga á sviði barnaverndar er tvímælalaust Barnahús en Ísland var fyrsta landið í Evrópu til setja á laggirnar úrræði af þessu tagi fyrir börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi. Að íslenskri fyrirmynd hafa verið stofnuð barnahús í yfir 50 borgum í ýmsum löndum Evrópu. Undirritaður þekkir ekki dæmi um að önnur íslensk úrræði á sviði velferðarþjónustu hafi orðið alþjóðleg fyrirmynd. Þátttaka í stefnumörkun stjórnvalda. Fyrir utan starf sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu hefur Bragi tekið þátt í endurskoðun barnaverndarlaga. Áður hafði hann unnið að gerð fyrstu laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks frá 1992. Hann vann einnig drög að þingsályktun um opinbera fjölskyldustefnu sem samþykkt var 1997 sem og aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem samþykkt var á Alþingi 2007. Þátttaka í alþjóðastarfi. Bragi hefur verið forseti hinnar svokölluðu Lanzarote nefndar Evrópuráðsins en hlutverk nefndarinnar er m.a. að hafa eftirlit með framkvæmd samnings aðildarríkja um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Hann hefur komið að samningu samþykkta Evrópuráðsins um réttindi barna. Hann hefur einnig sinnt ráðgjafarstörfum fyrir hönd Evrópuráðsins víða í Evrópu. Bragi var fyrsti formaður sérfræðinefndar sem stýrði samstarfi aðildarríkja Eystrasaltsráðsins um vernd barna á stofnunum og vernd barna gegn mansali. Bragi er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Hann hefur flutt erindi á vettvangi alþjóðastofnana og alþjóðasamtaka, m.a. WHO, Samvinnu og öryggismálastofnunar Evrópu, Europol, World Childhood Foundation, Save the Children og UNICEF. Það er ánægjuefni að Íslendingar geti boðið fram einstakling með jafn viðamikla reynslu og þekkingu af alþjóðastarfi á sviði barnaverndar.Höfundur er prófessor og fyrrverandi samstarfsmaður Braga Guðbrandssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi að íslensk stjórnvöld muni tilnefna forstjóra Barnaverndarstofu, Braga Guðbrandsson, sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur ekki áður átt fulltrúa í þessari mikilvægu sérfræðinefnd mér vitandi. Það er ekki síður fagnaðarefni að Bragi Guðbrandsson skuli tilnefndur. Mér er til efs að annar Íslendingur sé hæfari til þessa starfs. Frumkvöðull á sviði barnaverndarstarfs. Sem forstöðumaður Barnaverndarstofu hefur Bragi stýrt þróun málaflokksins allt frá stofnun hennar 1995. Í því starfi hefur hann átt frumkvæði að nýjum meðferðarúrræðum. Hér má t.d. nefna innleiðingu fjölkerfameðferðarinnar MST. Umfangsmesta frumkvöðlaverkefni Braga á sviði barnaverndar er tvímælalaust Barnahús en Ísland var fyrsta landið í Evrópu til setja á laggirnar úrræði af þessu tagi fyrir börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi. Að íslenskri fyrirmynd hafa verið stofnuð barnahús í yfir 50 borgum í ýmsum löndum Evrópu. Undirritaður þekkir ekki dæmi um að önnur íslensk úrræði á sviði velferðarþjónustu hafi orðið alþjóðleg fyrirmynd. Þátttaka í stefnumörkun stjórnvalda. Fyrir utan starf sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu hefur Bragi tekið þátt í endurskoðun barnaverndarlaga. Áður hafði hann unnið að gerð fyrstu laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks frá 1992. Hann vann einnig drög að þingsályktun um opinbera fjölskyldustefnu sem samþykkt var 1997 sem og aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna sem samþykkt var á Alþingi 2007. Þátttaka í alþjóðastarfi. Bragi hefur verið forseti hinnar svokölluðu Lanzarote nefndar Evrópuráðsins en hlutverk nefndarinnar er m.a. að hafa eftirlit með framkvæmd samnings aðildarríkja um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Hann hefur komið að samningu samþykkta Evrópuráðsins um réttindi barna. Hann hefur einnig sinnt ráðgjafarstörfum fyrir hönd Evrópuráðsins víða í Evrópu. Bragi var fyrsti formaður sérfræðinefndar sem stýrði samstarfi aðildarríkja Eystrasaltsráðsins um vernd barna á stofnunum og vernd barna gegn mansali. Bragi er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Hann hefur flutt erindi á vettvangi alþjóðastofnana og alþjóðasamtaka, m.a. WHO, Samvinnu og öryggismálastofnunar Evrópu, Europol, World Childhood Foundation, Save the Children og UNICEF. Það er ánægjuefni að Íslendingar geti boðið fram einstakling með jafn viðamikla reynslu og þekkingu af alþjóðastarfi á sviði barnaverndar.Höfundur er prófessor og fyrrverandi samstarfsmaður Braga Guðbrandssonar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun