Ólafur: Þakka stuðningsmönnum ÍR fyrir að kveikja í mér Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2018 21:40 Ólafur Ólafsosn, leikmaður Grindavíkur. Vísir/Eyþór „Þetta var bara gaman. Það skipti miklu að við misstum þá aldrei langt fram úr okkur. Við kláruðum þetta í síðari hálfleik og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur eftir sætan sigur heimamanna gegn ÍR í 20.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto-Hooligans, mætti seint til Grindavíkur í kvöld en þegar þeir komu þá gerðu þeir það með látum. Þegar heimamenn náðu síðan áhlaupi í seinni hálfleik kviknaði heldur betur í stúkunni þeim megin og stemmningin í kvöld var frábær. „Þetta var bara gaman. Það eru alltaf læti hjá ÍR-ingunum og ég vil nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir að kveikja í mér. Þeir sögðu að ég gæti ekki hitt þannig að ég ákvað að setja eitt í smettið á þeim og þannig byrjaði þetta.“ „Svona á þetta að vera og þetta er alltaf svona hjá ÍR-ingum. Þeir eru búnir að vera með úrslitakeppnisáhorfendur allt tímabilið. Þetta var ógeðslega gaman.“ Ólafur lenti í rimmu við Sveinbjörn Claessen í síðari hálfleiknum eftir atvik á milli Sveinbjörns og Ingva Guðmundssonar. Ólafur hljóp yfir hálfan völlinn á eftir ÍR-ingnum reynda og var allt annað en sáttur. „Hann setur hausinn eitthvað í höfuðið á Ingva og ég er bara að bakka minn liðsfélaga upp. Ef einhverjir eru að kýtast í þeim þá þurfa þeir að fara í gegnum mig fyrst og ég ætla bara að sjá til þess að hann vissi að hann væri á okkar heimavelli. Hann uppskar óíþróttamannslega villu og það var bara virkilega vel gert hjá dómurunum. Ég hefði alveg getað fengið tæknivillu en fékk það sem betur fer ekki,“ sagði Ólafur að lokum en sigurinn gerir það að verkum að Grindavík og Njarðvík eru nú jöfn að stigum í 5.-6.sæti deildarinnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Þetta var bara gaman. Það skipti miklu að við misstum þá aldrei langt fram úr okkur. Við kláruðum þetta í síðari hálfleik og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur eftir sætan sigur heimamanna gegn ÍR í 20.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto-Hooligans, mætti seint til Grindavíkur í kvöld en þegar þeir komu þá gerðu þeir það með látum. Þegar heimamenn náðu síðan áhlaupi í seinni hálfleik kviknaði heldur betur í stúkunni þeim megin og stemmningin í kvöld var frábær. „Þetta var bara gaman. Það eru alltaf læti hjá ÍR-ingunum og ég vil nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir að kveikja í mér. Þeir sögðu að ég gæti ekki hitt þannig að ég ákvað að setja eitt í smettið á þeim og þannig byrjaði þetta.“ „Svona á þetta að vera og þetta er alltaf svona hjá ÍR-ingum. Þeir eru búnir að vera með úrslitakeppnisáhorfendur allt tímabilið. Þetta var ógeðslega gaman.“ Ólafur lenti í rimmu við Sveinbjörn Claessen í síðari hálfleiknum eftir atvik á milli Sveinbjörns og Ingva Guðmundssonar. Ólafur hljóp yfir hálfan völlinn á eftir ÍR-ingnum reynda og var allt annað en sáttur. „Hann setur hausinn eitthvað í höfuðið á Ingva og ég er bara að bakka minn liðsfélaga upp. Ef einhverjir eru að kýtast í þeim þá þurfa þeir að fara í gegnum mig fyrst og ég ætla bara að sjá til þess að hann vissi að hann væri á okkar heimavelli. Hann uppskar óíþróttamannslega villu og það var bara virkilega vel gert hjá dómurunum. Ég hefði alveg getað fengið tæknivillu en fékk það sem betur fer ekki,“ sagði Ólafur að lokum en sigurinn gerir það að verkum að Grindavík og Njarðvík eru nú jöfn að stigum í 5.-6.sæti deildarinnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15