Björgvin Páll bestur í vetur: „Ætlaði að verja fjörutíu prósent“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2018 10:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45
Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51
Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30
Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00
Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00