Ricardo hóf störf sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms nú í haust, nokkrum vikum áður en tímabilið í Domino's deild kvenna hófst. Hann stýrði liðinu til undanúrslita Maltbikarsins og í sjötta sæti Domino's deildar kvenna.
Spænski þjálfarinn var ósáttur við leik síns liðs í undanúrslitum Maltbikarsins á fimmtudaginn, þar sem Skallagrímur tapaði fyrir Njarðvík. Þá virtist mikil óánægja á meðal hans og Carmen Tyson-Thomas, öðrum bandaríska leikmanni liðsins, og hún kenndi þjálfaranum um tap liðsins.
Þegar Vísir heyrði í Ricardo í gær vildi hann ekki ræða um ósætti milli sín og stjórnar Skallagríms, en árétti að hann væri með samning sem félagið þyrfti að borga upp ef svo færi að honum yrði rift.
Félagið sendi svo frá sér yfirlýsingu nú rétt í þessu þar sem það segir að Ricardo sé ekki lengur að störfum fyrir félagið.