Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2018 09:09 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólguhorfur eru talsvert lakari en síðustu ár og er gert ráð fyrir að verðbólgan verði komin í um 3,5% í lok þessa árs en verði að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021.Sjá einnig:Bein útsending: Ný hagspá Landsbankans kynnt í Hörpu Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar, sagði á morgunfundi bankans í morgun að mikil óvissa sé fólgin í spánni og þar sé stærsti óvissuþátturinn krónan en einnig komandi kjaraviðræður og ferðaþjónustan sem sé ung og óreynd atvinnugrein. Veruleg áföll þar gætu haft veruleg áhrif á efnahag landsins. Hægir á hagvexti „Efnahagsaðstæður hér á landi hafa að miklu leyti verið mjög hagfelldar síðustu ár. Verðbólga var nær viðvarandi undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá febrúar 2014 allt fram á mitt þetta ár og samfelldur hagvöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnuleysi er lágt og skuldir heimila og fyrirtækja lágar í sögulegu samhengi. Staða ríkissjóðs er sterk og hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur aldrei verið hagstæðari,“ segir í spánni. Segir að nú virðist komið að ákveðnum vatnaskilum í hagsveiflunni. Eftir langt tímabil þar sem farið hafi saman kröftugur hagvöxtur og lág og stöðug verðbólga, sé útlit fyrir að hægja muni verulega á hagvexti á sama tíma og verðbólga eykst. Efnahagshorfurnar séu engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóflegum en viðvarandi hagvexti á spátímanum. Meðal helstu atriða í spánni eru: Hagvöxtur verður 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólga verður um 3,5% í lok þessa árs, fer mest í um 3,7% á næsta ári en verður að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021. Heldur er líklegra að gengi krónunnar veikist á spátímanum en að það styrkist. Engar forsendur eru þó til að álykta að sú breyting verði veruleg miðað við núverandi gildi krónunnar. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði nálægt 140 í lok spátímans. Meðalgengi krónu gagnvart evru það sem af er árinu er nú um 125. Spá hækkun stýrivaxta og fjölgun ferðamanna Veiking á gengi krónunnar síðustu vikur muni því að öllum líkindum koma fram í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Ef spá Hagfræðideildar um lítilsháttar gengisveikingu næstu ár gengur eftir muni það einnig vega þungt í verðbólguþróuninni á spátímabilinu. Hagfræðideild telur líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig seinna á þessu ári og að meginvextir bankans verði þar með 4,5%. Búast megi við frekari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0%. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2018 í heild verði um 4,3%. Einkaneysla eykst um 3,2% á næsta ári, um 3,0% árið 2020 og 3,5% árið 2021. Hagfræðideild spáir því að fasteignaverð hækki um 4,3% á árinu 2018, um 4% á árinu 2019, um 6% árið 2020 og um 8% árið 2021.Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 6% á þessu ári en að fjölgunin verði 2% á árunum 2019-2021. Þetta er talsvert minni fjölgun en sem nemur sögulegum meðalvexti á fjölda ferðamanna hingað til lands en hann er tæplega 10%.Spá hagfræðideildar bankans má lesa í heild á vef Landsbankans Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólguhorfur eru talsvert lakari en síðustu ár og er gert ráð fyrir að verðbólgan verði komin í um 3,5% í lok þessa árs en verði að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021.Sjá einnig:Bein útsending: Ný hagspá Landsbankans kynnt í Hörpu Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar, sagði á morgunfundi bankans í morgun að mikil óvissa sé fólgin í spánni og þar sé stærsti óvissuþátturinn krónan en einnig komandi kjaraviðræður og ferðaþjónustan sem sé ung og óreynd atvinnugrein. Veruleg áföll þar gætu haft veruleg áhrif á efnahag landsins. Hægir á hagvexti „Efnahagsaðstæður hér á landi hafa að miklu leyti verið mjög hagfelldar síðustu ár. Verðbólga var nær viðvarandi undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá febrúar 2014 allt fram á mitt þetta ár og samfelldur hagvöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnuleysi er lágt og skuldir heimila og fyrirtækja lágar í sögulegu samhengi. Staða ríkissjóðs er sterk og hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur aldrei verið hagstæðari,“ segir í spánni. Segir að nú virðist komið að ákveðnum vatnaskilum í hagsveiflunni. Eftir langt tímabil þar sem farið hafi saman kröftugur hagvöxtur og lág og stöðug verðbólga, sé útlit fyrir að hægja muni verulega á hagvexti á sama tíma og verðbólga eykst. Efnahagshorfurnar séu engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóflegum en viðvarandi hagvexti á spátímanum. Meðal helstu atriða í spánni eru: Hagvöxtur verður 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólga verður um 3,5% í lok þessa árs, fer mest í um 3,7% á næsta ári en verður að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021. Heldur er líklegra að gengi krónunnar veikist á spátímanum en að það styrkist. Engar forsendur eru þó til að álykta að sú breyting verði veruleg miðað við núverandi gildi krónunnar. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði nálægt 140 í lok spátímans. Meðalgengi krónu gagnvart evru það sem af er árinu er nú um 125. Spá hækkun stýrivaxta og fjölgun ferðamanna Veiking á gengi krónunnar síðustu vikur muni því að öllum líkindum koma fram í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Ef spá Hagfræðideildar um lítilsháttar gengisveikingu næstu ár gengur eftir muni það einnig vega þungt í verðbólguþróuninni á spátímabilinu. Hagfræðideild telur líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig seinna á þessu ári og að meginvextir bankans verði þar með 4,5%. Búast megi við frekari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0%. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2018 í heild verði um 4,3%. Einkaneysla eykst um 3,2% á næsta ári, um 3,0% árið 2020 og 3,5% árið 2021. Hagfræðideild spáir því að fasteignaverð hækki um 4,3% á árinu 2018, um 4% á árinu 2019, um 6% árið 2020 og um 8% árið 2021.Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 6% á þessu ári en að fjölgunin verði 2% á árunum 2019-2021. Þetta er talsvert minni fjölgun en sem nemur sögulegum meðalvexti á fjölda ferðamanna hingað til lands en hann er tæplega 10%.Spá hagfræðideildar bankans má lesa í heild á vef Landsbankans
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira