Samviskubit Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. október 2018 09:30 „Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
„Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun