Fjögur prósent Eyþór Arnalds skrifar 24. janúar 2018 07:00 Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun