Ég hefði ekki viljað missa af því að fæðast María Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 10:14 Titill þessarar greinar er einnig yfirheiti meistararitgerðar minnar í fötlunarfræðum en þar fjalla ég um reynslu fólks sem er fætt með hryggrauf/klofinn hrygg. Ég framkvæmdi eigindlega rannsókn þar sem aðalþátttakendur voru sjö fullorðnir einstaklingar sem allir fæddust með hryggrauf. Ég notaðist einnig við dæmi úr eigin lífi til að styðja við frásagnir þeirra, en ég fæddist með hryggrauf. Hryggrauf er meðfædd og og greinist yfirleitt í ómskoðun á 20.viku meðgöngu. Undanfarna áratugi hafa fóstureyðingar oft verið framkvæmdar í kjölfarið. Hryggrauf getur lýst sér á mjög fjölbreyttan hátt á milli einstaklinga, allt frá því að vera mjög væg og yfir í að vera alvarleg skerðing. Ekki er hægt að spá fyrir um alvarleika skerðingarinnar á meðgöngunni en það má segja að því ofar á hryggnum sem raufin er, því meiri verði lömunin. Markmið rannsóknar minnar var að afla þekkingar og öðlast skilning á upplifun og reynslu fólks sem fæddist með hryggrauf, á lífi sínu og aðstæðum, út frá þeirra eigin sjónarhorni en mér hefur fundist vanta þessar raddir í þá fræðslu sem verðandi foreldrar fá. Í ritgerðinni vitna ég í mæður barna með hryggrauf um reynslu þeirra en sumum var sagt að barnið myndi verða þroskahamlað og þurfa að notast alltaf við hjólastól sem varð svo ekki raunin. Áhrif skerðingarinnar voru ólík á milli þeirra sjö fullorðnu einstaklinga sem ég ræddi við (en þess má geta að einstaklingar á Íslandi sem hafa fæðst með hryggrauf frá árinu 1947 eru rúmlega fimmtíu talsins). Einn þurfti ekki að notast við nein stoðtæki, tveir notuðust einungis við fótspelkur, þrír gátu gengið að einhverju leyti en notuðust einnig við hjólastól og einn þátttakandi notaðist einungis við hjólastól. Þátttakendur voru á aldrinum 29 til 42 ára þegar viðtölin fóru fram. Í ritgerðinni er áhersla lögð á eftirfarandi: Í fyrsta lagi mikilvægi upplýsinga. Í öðru lagi að alast upp með hryggrauf og í þriðja lagi aðgengi að foreldrahlutverkinu og stuðningur. Allir höfðu gengið í almennan grunnskóla og flestir hófu nám í framhaldsskóla en sumir hættu framhaldsskólanámi vegna skorts á námsaðstoð við hæfi. Þrír höfðu hafið háskólanám. Allir voru fluttir að heiman og fimm af sjö þátttakendum voru í sambúð.Þrír þeirra, allt konur, höfðu eignast börn og var heilsa þeirra á meðgöngu almennt góð og voru þær í heildina ánægðar með samskipti sín við heilbrigðisstarfsfólk. Allir þátttakendur höfðu einhverja reynslu af vinnu á almennum vinnumarkaði. Þátttakendum fannst skerðingin ekki há sér, óháð því hvaða stoðtæki þeir notuðu. Þeim fannst mikilvægt að verðandi foreldrar barna með hryggrauf gætu talað við fólk með fötlunina og/eða foreldra barna með hryggrauf áður en ákvörðun væri tekin um framhald meðgöngu. Þeir lögðu áherslu á að það væri hægt að lifa góðu lífi með skerðingunni og að það að fæðast með hryggrauf væri ekki eins slæmt og margir halda. Stofnaður var lokaður hópur á Facebook, Félag áhugafólks um hryggrauf/klofinn hrygg en allir geta sótt um inngöngu. Á þeim vettvangi er hægt að skiptast á reynslusögum og spyrja þá sem betur þekkja til um það sem brennur á fólki. Það er von mín að þessi rannsókn verði hluti af því fræðsluefni sem verðandi foreldrar geti nýtt sér. Ritgerðina er hægt að lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Titill þessarar greinar er einnig yfirheiti meistararitgerðar minnar í fötlunarfræðum en þar fjalla ég um reynslu fólks sem er fætt með hryggrauf/klofinn hrygg. Ég framkvæmdi eigindlega rannsókn þar sem aðalþátttakendur voru sjö fullorðnir einstaklingar sem allir fæddust með hryggrauf. Ég notaðist einnig við dæmi úr eigin lífi til að styðja við frásagnir þeirra, en ég fæddist með hryggrauf. Hryggrauf er meðfædd og og greinist yfirleitt í ómskoðun á 20.viku meðgöngu. Undanfarna áratugi hafa fóstureyðingar oft verið framkvæmdar í kjölfarið. Hryggrauf getur lýst sér á mjög fjölbreyttan hátt á milli einstaklinga, allt frá því að vera mjög væg og yfir í að vera alvarleg skerðing. Ekki er hægt að spá fyrir um alvarleika skerðingarinnar á meðgöngunni en það má segja að því ofar á hryggnum sem raufin er, því meiri verði lömunin. Markmið rannsóknar minnar var að afla þekkingar og öðlast skilning á upplifun og reynslu fólks sem fæddist með hryggrauf, á lífi sínu og aðstæðum, út frá þeirra eigin sjónarhorni en mér hefur fundist vanta þessar raddir í þá fræðslu sem verðandi foreldrar fá. Í ritgerðinni vitna ég í mæður barna með hryggrauf um reynslu þeirra en sumum var sagt að barnið myndi verða þroskahamlað og þurfa að notast alltaf við hjólastól sem varð svo ekki raunin. Áhrif skerðingarinnar voru ólík á milli þeirra sjö fullorðnu einstaklinga sem ég ræddi við (en þess má geta að einstaklingar á Íslandi sem hafa fæðst með hryggrauf frá árinu 1947 eru rúmlega fimmtíu talsins). Einn þurfti ekki að notast við nein stoðtæki, tveir notuðust einungis við fótspelkur, þrír gátu gengið að einhverju leyti en notuðust einnig við hjólastól og einn þátttakandi notaðist einungis við hjólastól. Þátttakendur voru á aldrinum 29 til 42 ára þegar viðtölin fóru fram. Í ritgerðinni er áhersla lögð á eftirfarandi: Í fyrsta lagi mikilvægi upplýsinga. Í öðru lagi að alast upp með hryggrauf og í þriðja lagi aðgengi að foreldrahlutverkinu og stuðningur. Allir höfðu gengið í almennan grunnskóla og flestir hófu nám í framhaldsskóla en sumir hættu framhaldsskólanámi vegna skorts á námsaðstoð við hæfi. Þrír höfðu hafið háskólanám. Allir voru fluttir að heiman og fimm af sjö þátttakendum voru í sambúð.Þrír þeirra, allt konur, höfðu eignast börn og var heilsa þeirra á meðgöngu almennt góð og voru þær í heildina ánægðar með samskipti sín við heilbrigðisstarfsfólk. Allir þátttakendur höfðu einhverja reynslu af vinnu á almennum vinnumarkaði. Þátttakendum fannst skerðingin ekki há sér, óháð því hvaða stoðtæki þeir notuðu. Þeim fannst mikilvægt að verðandi foreldrar barna með hryggrauf gætu talað við fólk með fötlunina og/eða foreldra barna með hryggrauf áður en ákvörðun væri tekin um framhald meðgöngu. Þeir lögðu áherslu á að það væri hægt að lifa góðu lífi með skerðingunni og að það að fæðast með hryggrauf væri ekki eins slæmt og margir halda. Stofnaður var lokaður hópur á Facebook, Félag áhugafólks um hryggrauf/klofinn hrygg en allir geta sótt um inngöngu. Á þeim vettvangi er hægt að skiptast á reynslusögum og spyrja þá sem betur þekkja til um það sem brennur á fólki. Það er von mín að þessi rannsókn verði hluti af því fræðsluefni sem verðandi foreldrar geti nýtt sér. Ritgerðina er hægt að lesa hér.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar