Slóvenar íhuga að draga lið sitt úr keppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2018 16:36 Landsliðsþjálfari Slóvena var æfur út í dómara leiksins. Vísir/Getty Til greina kemur að draga lið Slóveníu úr keppni á EM í handbolta. Þetta staðfesta forráðamenn liðsins við fjölmiðla í heimlandinu í dag en fjallað er um málið á vef handball-world.com. Goran Cvijic, framkvæmdastjóri handknattleikssamband Slóveníu, segir málið ná út fyrir öll mörk en eftir leikinn voru úrslitin kærð til aganefndar Handknattleikssambands Evrópu, EHF.Málið hefur verið tekið fyrir og var því vísað frá. Slóvenar hafa þó frest til kvöldsins til að áfrýja. Ákvörðun dómaranna byggir á reglugerðarbreytingu sem var kynnt til sögunnar árið 2016 en samkvæmt henni er óheimilt að stöðva hraðaupphlaup á síðustu 30 sekúndum leiksins. Slóvenar náðu að komast einu marki yfir gegn Þýskalandi, 25-24, þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Slóvenar brutu þó af sér að mati dómara eftir markið og komu í veg fyrir að Þjóðverjar gætu tekið hraða miðju. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu ákváðu dómarar leiksins að reka leikmann slóvenska liðsins af velli og dæma Þjóðverjum vítakast. Tobias Reichmann skoraði úr því og tryggði Þjóðverjum jafntefli. „Sambandið íhugar alvarlega að yfirgefa EM. Við erum þó meðvitaðir um hvaða áhrif sú ákvörðun getur haft á næstu kynslóðir,“ sagði Cvijic. Veselin Vujovic, landsliðsþjálfari Slóveníu, líkti lokasekúndum leiksins við sirkus. „Þeir náðu að gera íþróttina að sirkus. Af hverju ætti ég að vilja taka þátt í þessu,“ sagði hann. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Til greina kemur að draga lið Slóveníu úr keppni á EM í handbolta. Þetta staðfesta forráðamenn liðsins við fjölmiðla í heimlandinu í dag en fjallað er um málið á vef handball-world.com. Goran Cvijic, framkvæmdastjóri handknattleikssamband Slóveníu, segir málið ná út fyrir öll mörk en eftir leikinn voru úrslitin kærð til aganefndar Handknattleikssambands Evrópu, EHF.Málið hefur verið tekið fyrir og var því vísað frá. Slóvenar hafa þó frest til kvöldsins til að áfrýja. Ákvörðun dómaranna byggir á reglugerðarbreytingu sem var kynnt til sögunnar árið 2016 en samkvæmt henni er óheimilt að stöðva hraðaupphlaup á síðustu 30 sekúndum leiksins. Slóvenar náðu að komast einu marki yfir gegn Þýskalandi, 25-24, þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Slóvenar brutu þó af sér að mati dómara eftir markið og komu í veg fyrir að Þjóðverjar gætu tekið hraða miðju. Eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur af atvikinu ákváðu dómarar leiksins að reka leikmann slóvenska liðsins af velli og dæma Þjóðverjum vítakast. Tobias Reichmann skoraði úr því og tryggði Þjóðverjum jafntefli. „Sambandið íhugar alvarlega að yfirgefa EM. Við erum þó meðvitaðir um hvaða áhrif sú ákvörðun getur haft á næstu kynslóðir,“ sagði Cvijic. Veselin Vujovic, landsliðsþjálfari Slóveníu, líkti lokasekúndum leiksins við sirkus. „Þeir náðu að gera íþróttina að sirkus. Af hverju ætti ég að vilja taka þátt í þessu,“ sagði hann.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu, en mikil spenna var í báðum leikjunum. 15. janúar 2018 18:56