Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 13:30 Rýmingarsölur eru framundan í verslunum Toys R Us í Bretlandi. vísir/getty Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira