Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 13:30 Rýmingarsölur eru framundan í verslunum Toys R Us í Bretlandi. vísir/getty Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira