Toys R' Us á barmi gjaldþrots Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 08:08 Úr einni af fjölmörgum verslunum Toys R' Us sem gæti þó fækkað á næstu misserum. Vísir/Getty Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Leikfangasölurisinn Toys R' Us er á barmi gjaldþrots og hefur farið þess á leit við yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum að fyrirtækið fái framlengdan greiðslufrest til að endurskipuleggja skuldbindingar sínar við lánardrottna. Gríðarlegar skuldir eru sagðar sliga fyrirtækið og ekki bætir úrsérgengið viðskiptamódel úr skák. Toys R' Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Enn starfa um 64 þúsund manns hjá Toys R' Us í næstum 1600 verslunum, þar af þremur á Íslandi. Fjárhagsvandræðin virðist þó vera bundin við vesturheim því fyrirtækið hefur gefið út að starfsemi þess í Evrópu og Asíu sé ekki hluti af samningaviðræðunum um greiðslufrestinn.Greiningaraðilar segja að vanda Toys R' Us megi meðal annars rekja til tregðu fyrirtækisins við að setja á fót öfluga netverslun. Leikfangakaup á netinu hafa tvöfaldast á fimm árum, farið úr 6.5% í 13,7% og hefur Toys R' Us nær algjörlega misst af þeirri þróun. Þrátt fyrir það segja forsvarsmenn fyrirtækisins að meirihluti verslana keðjunnar séu arðbærar og að þær muni starfa með eðlilegum hætti fram yfir hátíðarnar hið minnsta. Þá eru alla jafna seld flest leikföng.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent