Opið bréf til Jóhönnu Sigurðar og Loga Birgir Örn Guðjónsson skrifar 4. mars 2018 20:38 Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stj.mál Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun