MR og Versló keppa við Asíu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. september 2018 09:00 Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar