Jón Halldór um Keflavíkurliðið: „Þetta eru aumingjar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 11:00 Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira