Opið bréf til Lífar og Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 17. apríl 2018 16:54 Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun