Arðbærar fjárfestingar og sterkara raforkukerfi Jón Skafti Gestsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Skafti Gestsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun