Sóknarfæri í rafrænum viðskiptum Jóna Björk Guðnadóttir skrifar 22. febrúar 2018 15:15 Íslendingar eru sér á báti meðal Evrópuþjóða þegar kemur að notkun netbanka. Samkvæmt könnun Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat) notuðu 93% allra Íslendinga netbanka til að sinna bankaviðskiptum árið 2017. Er þetta hæsta hlutfallið í Evrópu en á eftir Íslendingum koma íbúar hinna Norðurlandanna ásamt Hollendingum. Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér stafrænar lausnir og að mörgu leyti verið í farabroddi í þeim efnum. Þetta sést meðal annars á því að árið 2007 notaði um helmingur viðskiptavina íslensku bankanna netbanka. Á tíu árum er hlutfallið komið yfir 90%. Helst þessi þróun í hendur við öra þróun netbankanna og tilkomu nýrra lausna á borð við rafrænar undirskriftir. Þetta hefur gert að verkum að viðskiptavinir geta sinnt fjölbreyttari bankaviðskiptum en áður í gegnum netbankana og eiga sífellt sjaldnar erindi í útibú bankanna. Könnun Eurostat sýnir að yngri kynslóðir á Íslandi nota netbanka í miklum mæli til að sinna bankaviðskiptum. Hér á landi hefur einnig verið ör þróun í nýjum lausnum, meðal annars með tilkomu smáforrita sem hægt er að nýta til þess að millifæra og greiða fyrir vörur og þjónustu. Þessi þróun endurspeglar þær kröfur sem yngri kynslóðir gera til enn frekari gagnvirkni ásamt hraðari og skilvirkari afgreiðslu hvenær sem er og hvar sem þau eru stödd. Þessi kynslóð stendur brátt frammi fyrir þeim stóru fjárhagslegu ákvörðunum sem felast í lífshlaupi hvers og eins – það er að segja kaupum á fasteignum, bifreiðum og fleiri meiriháttar fjárfestingum og skuldbindingum sem hafa til þessa kallað á umtalsvert pappírsflóð og allra handa útréttingar. Það eru því ekki bara verslanir og afþreyingarfyrirtæki sem þurfa að vera tilbúin fyrir fólk sem er með tæknina þrædda inn í allan sinn hugmyndaheim, alls óhrædd við að nýta sér hana, heldur allir sem veita einhverja þjónustu. Krafan er ekki eingöngu að hversdagsleg fjármálaþjónusta færist í netbanka og snjalltæki heldur nær hún einnig til flestra sviða samskipta einstaklinga við stofnanir og fyrirtæki. Hið opinbera líkt og einkaaðilar á Íslandi hefur alla burði til að koma til móts við þessa kröfu og hefur í raun ekkert val þar um. Í því skipta rafræn skilríki sköpum. Kosturinn við rafrænu skilríkin er að þau gefa færi á rafrænni undirskrift sem jafngildir því að pappírsgögn séu undirrituð eigin hendi. Þannig er hægt að undirrita skjöl án þess að mæta á staðinn sem felur í sér mikið hagræði bæði fyrir notendur og veitendur ólíkrar þjónustu. Árið 2014 undirrituðu SFF og fjármála- og efnahagsráðherra viljayfirlýsingu um stóraukna notkun rafrænna skilríkja. Síðan hafa fá en mikilvæg skref verið stigin til þess að fullnýta kosti rafrænna skilríkja. Eitt af þeim markmiðum sem stjórnvöld settu sér með viljayfirlýsingunni var að gera þinglýsingar veðskuldabréfa rafrænar innan tveggja ára. Á móti settu Samtök fjármálafyrirtækja sér þá stefnu að viðskiptavinir fjármálafyrirtækja gætu undirritað helstu skjöl með rafrænum skilríkum innan tveggja ára. Rafrænu undirskriftirnar voru þannig forsenda áforma um að gera þinglýsingar rafrænar. Hvorugt markmiðið hefur náðst en þó hafa einstök fjármálafyrirtæki nú rafvætt lánaferla sína að töluverðu leyti. Stjórnvöld vinna nú að undirbúningi lagafrumvarps um rafrænar þinglýsingar en í þeirri vinnu er mikilvægt að löggjafinn hafi skýra framtíðarsýn og hagi lagaumgjörðinni þannig að lánveitendum verði gert kleift að gefa út veðskjöl á rafrænu formi. Rafrænar undirskriftir og rafrænar þinglýsingar geta skilað miklu hagræði. Stjórnvöld hafa áætlað að sparnaður samfélagsins í heild vegna rafrænna þinglýsinga geti numið tæpum 400 milljónum króna á ári hverju. Það hagræði mun skila sér til heimila og fyrirtækja og treysta samkeppnishæfni Íslands. Það er öllum til hagsbóta og skiptir sköpum við að búa til umhverfi stjórnsýslu og viðskipta sem komandi kynslóðir munu sætta sig við.Höfundur er lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru sér á báti meðal Evrópuþjóða þegar kemur að notkun netbanka. Samkvæmt könnun Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat) notuðu 93% allra Íslendinga netbanka til að sinna bankaviðskiptum árið 2017. Er þetta hæsta hlutfallið í Evrópu en á eftir Íslendingum koma íbúar hinna Norðurlandanna ásamt Hollendingum. Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér stafrænar lausnir og að mörgu leyti verið í farabroddi í þeim efnum. Þetta sést meðal annars á því að árið 2007 notaði um helmingur viðskiptavina íslensku bankanna netbanka. Á tíu árum er hlutfallið komið yfir 90%. Helst þessi þróun í hendur við öra þróun netbankanna og tilkomu nýrra lausna á borð við rafrænar undirskriftir. Þetta hefur gert að verkum að viðskiptavinir geta sinnt fjölbreyttari bankaviðskiptum en áður í gegnum netbankana og eiga sífellt sjaldnar erindi í útibú bankanna. Könnun Eurostat sýnir að yngri kynslóðir á Íslandi nota netbanka í miklum mæli til að sinna bankaviðskiptum. Hér á landi hefur einnig verið ör þróun í nýjum lausnum, meðal annars með tilkomu smáforrita sem hægt er að nýta til þess að millifæra og greiða fyrir vörur og þjónustu. Þessi þróun endurspeglar þær kröfur sem yngri kynslóðir gera til enn frekari gagnvirkni ásamt hraðari og skilvirkari afgreiðslu hvenær sem er og hvar sem þau eru stödd. Þessi kynslóð stendur brátt frammi fyrir þeim stóru fjárhagslegu ákvörðunum sem felast í lífshlaupi hvers og eins – það er að segja kaupum á fasteignum, bifreiðum og fleiri meiriháttar fjárfestingum og skuldbindingum sem hafa til þessa kallað á umtalsvert pappírsflóð og allra handa útréttingar. Það eru því ekki bara verslanir og afþreyingarfyrirtæki sem þurfa að vera tilbúin fyrir fólk sem er með tæknina þrædda inn í allan sinn hugmyndaheim, alls óhrædd við að nýta sér hana, heldur allir sem veita einhverja þjónustu. Krafan er ekki eingöngu að hversdagsleg fjármálaþjónusta færist í netbanka og snjalltæki heldur nær hún einnig til flestra sviða samskipta einstaklinga við stofnanir og fyrirtæki. Hið opinbera líkt og einkaaðilar á Íslandi hefur alla burði til að koma til móts við þessa kröfu og hefur í raun ekkert val þar um. Í því skipta rafræn skilríki sköpum. Kosturinn við rafrænu skilríkin er að þau gefa færi á rafrænni undirskrift sem jafngildir því að pappírsgögn séu undirrituð eigin hendi. Þannig er hægt að undirrita skjöl án þess að mæta á staðinn sem felur í sér mikið hagræði bæði fyrir notendur og veitendur ólíkrar þjónustu. Árið 2014 undirrituðu SFF og fjármála- og efnahagsráðherra viljayfirlýsingu um stóraukna notkun rafrænna skilríkja. Síðan hafa fá en mikilvæg skref verið stigin til þess að fullnýta kosti rafrænna skilríkja. Eitt af þeim markmiðum sem stjórnvöld settu sér með viljayfirlýsingunni var að gera þinglýsingar veðskuldabréfa rafrænar innan tveggja ára. Á móti settu Samtök fjármálafyrirtækja sér þá stefnu að viðskiptavinir fjármálafyrirtækja gætu undirritað helstu skjöl með rafrænum skilríkum innan tveggja ára. Rafrænu undirskriftirnar voru þannig forsenda áforma um að gera þinglýsingar rafrænar. Hvorugt markmiðið hefur náðst en þó hafa einstök fjármálafyrirtæki nú rafvætt lánaferla sína að töluverðu leyti. Stjórnvöld vinna nú að undirbúningi lagafrumvarps um rafrænar þinglýsingar en í þeirri vinnu er mikilvægt að löggjafinn hafi skýra framtíðarsýn og hagi lagaumgjörðinni þannig að lánveitendum verði gert kleift að gefa út veðskjöl á rafrænu formi. Rafrænar undirskriftir og rafrænar þinglýsingar geta skilað miklu hagræði. Stjórnvöld hafa áætlað að sparnaður samfélagsins í heild vegna rafrænna þinglýsinga geti numið tæpum 400 milljónum króna á ári hverju. Það hagræði mun skila sér til heimila og fyrirtækja og treysta samkeppnishæfni Íslands. Það er öllum til hagsbóta og skiptir sköpum við að búa til umhverfi stjórnsýslu og viðskipta sem komandi kynslóðir munu sætta sig við.Höfundur er lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun