Af hverju ertu Pírati? Valgerður Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2018 16:24 Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar