Fitch Guðmundur Brynjólfsson skrifar 11. júní 2018 07:00 Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz!
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar