Framfarir í átt að frelsi Katrín Atladóttir skrifar 31. júlí 2018 07:00 Reykjavíkurborg er full af bílum. Borgarbúar þurfa að komast til vinnu, koma börnum í skóla og fara í búðir. Svo ekki sé talað um skutlið á æfingar og í ýmsar frístundir. Bílar veita okkur lífsgæði, en auðvitað eru ekki bara kostir við þennan samgöngumáta. Langar raðir á helstu álagstímum þýða tapaðar samveru- og vinnustundir ásamt aukinni mengun. Á milli ferða bíða þeir óhreyfðir og taka pláss sem annars mætti nýta undir fleiri íbúðir, þjónustu eða almenningsrými. Á mörgum heimilum eru fleiri en einn bíll. Tugir þúsunda bíla standa óhreyfðir stóran hluta sólarhringsins í Reykjavík einni. Í dag nýta borgarbúar leigubíla helst við sérstök tilefni, svo sem skemmtanir, en síður sem valkost í almenningssamgöngum. Kannski væri því öðruvísi háttað ef verðið væri lægra, þjónustan sveigjanlegri og samkeppnin meiri. Nýlega skilaði starfshópur um endurskoðun á regluverki um leigubílaakstur niðurstöðum sínum. Meðal annars leggur hópurinn til að fjöldatakmarkanir akstursleyfa verði afnumdar. Leyfum hefur ekki fjölgað að ráði síðan 1995 þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og fjölgun ferðamanna. Þá leggur hópurinn til að leggja af skyldu bílstjóra til að tilheyra leigubílastöð. Sú skylda er eitt af því sem kemur í veg fyrir að farveitur eins og Uber og Lyft ryðji sér til rúms hér á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning frumvarps til laga um leigubíla fyrir haustþing 2019, byggt á niðurstöðum starfshópsins. Ég fagna því og tel mikið framfaraskref. Mikilvægt er að nýjum aðgangshindrunum verði ekki bætt við í stað þeirra sem teknar verða út. Leigubílar koma ekki í staðinn fyrir alla einkabíla, ekki frekar en strætó eða hjól. Með auknu frelsi á leigubílamarkaði mætti gera notkun þeirra að raunhæfari valkosti. Þannig myndi samgöngukostnaður almennings lækka, ferðatími styttast, nýting á innviðum og umferðarmannvirkjum batna, mengun minnka og umferðaröryggi aukast. Vonandi ganga þessar breytingar í gegn og auka lífsgæði Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Katrín Atladóttir Leigubílar Samgöngur Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er full af bílum. Borgarbúar þurfa að komast til vinnu, koma börnum í skóla og fara í búðir. Svo ekki sé talað um skutlið á æfingar og í ýmsar frístundir. Bílar veita okkur lífsgæði, en auðvitað eru ekki bara kostir við þennan samgöngumáta. Langar raðir á helstu álagstímum þýða tapaðar samveru- og vinnustundir ásamt aukinni mengun. Á milli ferða bíða þeir óhreyfðir og taka pláss sem annars mætti nýta undir fleiri íbúðir, þjónustu eða almenningsrými. Á mörgum heimilum eru fleiri en einn bíll. Tugir þúsunda bíla standa óhreyfðir stóran hluta sólarhringsins í Reykjavík einni. Í dag nýta borgarbúar leigubíla helst við sérstök tilefni, svo sem skemmtanir, en síður sem valkost í almenningssamgöngum. Kannski væri því öðruvísi háttað ef verðið væri lægra, þjónustan sveigjanlegri og samkeppnin meiri. Nýlega skilaði starfshópur um endurskoðun á regluverki um leigubílaakstur niðurstöðum sínum. Meðal annars leggur hópurinn til að fjöldatakmarkanir akstursleyfa verði afnumdar. Leyfum hefur ekki fjölgað að ráði síðan 1995 þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og fjölgun ferðamanna. Þá leggur hópurinn til að leggja af skyldu bílstjóra til að tilheyra leigubílastöð. Sú skylda er eitt af því sem kemur í veg fyrir að farveitur eins og Uber og Lyft ryðji sér til rúms hér á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um að hefja undirbúning frumvarps til laga um leigubíla fyrir haustþing 2019, byggt á niðurstöðum starfshópsins. Ég fagna því og tel mikið framfaraskref. Mikilvægt er að nýjum aðgangshindrunum verði ekki bætt við í stað þeirra sem teknar verða út. Leigubílar koma ekki í staðinn fyrir alla einkabíla, ekki frekar en strætó eða hjól. Með auknu frelsi á leigubílamarkaði mætti gera notkun þeirra að raunhæfari valkosti. Þannig myndi samgöngukostnaður almennings lækka, ferðatími styttast, nýting á innviðum og umferðarmannvirkjum batna, mengun minnka og umferðaröryggi aukast. Vonandi ganga þessar breytingar í gegn og auka lífsgæði Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun