Hamilton á ráspól í Barcelona Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2018 14:02 Hamilton verður í bestu stöðu þegar ræst verður í hádeginu á morgun Vísir/Getty Lewis Hamilton verður á ráspól þegar kappaksturinn í Barcelona í Formúlu 1 verður ræstur á morgun. Hamilton var fljótastur í tímatökunni í dag. Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru með bestu tímana fyrir síðasta hluta tímatökunnar. Þar átti Bretinn Hamilton hins vegar tvo frábæra hringi og keyrði brautina á 1:16,173 sem er nýtt brautarmet. Liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, ræsir í öðru sæti og Ferrari bílarnir koma þar á eftir, Vettel í þriðja og Raikkonen í fjórða. Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton nær ráspól í Barcelona. Heimamaðurinn Fernando Alonso kom McLaren í síðasta hluta tímatökunnar í fyrsta skipti í ár en hann lauk keppni í áttunda sæti. Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull ræsa í fimmta og sjötta sæti. Kappaksturinn á morgun er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 12:40. Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól þegar kappaksturinn í Barcelona í Formúlu 1 verður ræstur á morgun. Hamilton var fljótastur í tímatökunni í dag. Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru með bestu tímana fyrir síðasta hluta tímatökunnar. Þar átti Bretinn Hamilton hins vegar tvo frábæra hringi og keyrði brautina á 1:16,173 sem er nýtt brautarmet. Liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, ræsir í öðru sæti og Ferrari bílarnir koma þar á eftir, Vettel í þriðja og Raikkonen í fjórða. Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton nær ráspól í Barcelona. Heimamaðurinn Fernando Alonso kom McLaren í síðasta hluta tímatökunnar í fyrsta skipti í ár en hann lauk keppni í áttunda sæti. Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull ræsa í fimmta og sjötta sæti. Kappaksturinn á morgun er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 12:40.
Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira