Konur eru konum bestar Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir og Svala Hjörleifsdóttir skrifar 17. maí 2018 09:46 Sænskur stjórnmálamaður sagði einhvern tímann á fundi að jafnrétti í Svíþjóð væri ekki stjórnmálafólki að þakka. Konurnar sem hefðu staðið saman og krafist jafnréttis ættu allan heiður af því skuldlaust. Það er hárrétt. Samtakamáttur kvenna er eitt sterkasta einkenni íslenskrar kvennabaráttu. Konur hafa staðið saman sem systur, frænkur, mæðgur og vinkonur. Konur hafa myndað formleg og óformleg bandalög og samtök um lengri og skemmri tíma sem hafa skilað mörgum af mikilvægustu umbótum sögunnar.Góðgerðar- og líknarfélög kvennaGóðgerðarfélög kvenna hafa lagt grunn að góðu samfélagi. Barnaspítali Hringsins varð til fyrir tilstuðlan kvenna sem söfnuðu sleitulaust fyrir nýjum barnaspítala í rúma tvo áratugi. Hvítabandsspítali var rekinn í sjálfboðaliðavinnu og fyrir söfnunarfé kvenna, Thorvaldsenfélagið átti sinn þátt í uppbyggingu barnaheimila, Mæðrastyrksnefnd sinnir grunnþörfum fátæks fólks, Styrktarfélagið Líf hefur safnað fé fyrir kvennadeild Landspítalans og Sontahreyfingin og Sóroptimistar hafa lagt fram myndarlegar upphæðir til grasrótarsamtaka kvenna gegnum tíðina. Konur hafa þannig stoppað í göt karllægs kerfis með margvíslegum aðgerðum og lagt grunn að þjónustu sem telst sjálfsögð í dag.Hagsmunasamtök kvennaTil að fóta sig í karllægum geirum samfélagsins hafa konur reitt sig hver á aðra með formlegum og óformlegum leiðum. Sérstök kvennasamtök innan fagfélaga og stjórnmálaflokka hafa verið stofnuð þar sem konur styðja hver aðra, miðla af reynslu sinni og vinna saman að því að auka hag kvenna með því að breyta leikreglum, hefðum og venjum. Hér má til dæmis nefna Félag kvenna í atvinnurekstri, Félag kvenna í lögmennsku, Félag kvenna í tónlist (KÍTÓN), Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (WIFT), Samtök kvenna af erlendum uppruna og fleiri og fleiri. Öll þessi samtök hafa haft umtalsverð áhrif á stöðu kvenna í samfélaginu.Pólítísk grasrótarsamtökTil viðbótar við góðgerðarfélögin hafa pólítísk grasrótarsamtök sprottið upp um afmörkuð málefni sem stjórnmálin hafa ekki tekið á með tilhlýðilegum hætti. Nærtækustu dæmin um þetta eru Samtök um kvennaathvarf og Stígamót sem hafa starfað frá því á 9. áratug síðustu aldar. Þessi samtök veita ekki aðeins nauðsynlega þjónustu, heldur opnuðu þau augu almennings fyrir tilvist kynbundins og kynferðislegs ofbeldis á sínum tíma og hafa veitt stjórnvöldum mikilvægt aðhald og hvatningu allt frá stofnun. Almenn femínísk grasrótarsamtök hafa einnig haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Kvenréttindafélag Íslands hefur í heila öld barist fyrir réttindum kvenna í víðu samhengi, Rauðsokkahreyfingin tryggði konum m.a. sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og Femínistafélag Íslands var leiðandi afl gegn staðalmyndum og klámvæðingu langt frameftir þessari öld.KvennaframboðinKvennahreyfingin er þriðja kvennaframboð Íslandssögunnar. Kvennaframboðið í Reykjavík 1915 markaði upphaf að formlegri stjórnmálaþátttöku kvenna, í fyrstu kosningunum sem konur höfðu kosningarétt og kjörgengi. Næsta Kvennaframboð bauð fram í Reykjavík árið 1982, en fram að því höfðu aðeins örfáar konur verið kjörnir fulltrúar almennings. Í þingkosningunum 1983 fjölgaði konum úr 5% í 15% með tilkomu Kvennalistans. Kvennaframboð hafa ekki aðeins aukið hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa, heldur hafa þau breytt áherslum stjórnmálanna. Leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag eru gott dæmi um það. Kvennahreyfingin byggir á arfleifð þessara framboða, þó aðstæður séu breyttar í dag. Megináhersla þessa nýja framboðs er á öryggi kvenna og jaðarsettra hópa.Femínísk kvennasamstaðaKyn skiptir máli og femínísmi skiptir máli. Réttar konur á réttum stað geta lyft Grettistaki. Bann við kaupum á vændi varð að veruleika vegna þrautsegju Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fékk með sér konur úr öllum flokkum sem lögðu málið fyrir aftur og aftur og aftur þar til það loksins náðist í gegn. Eina mansalsmálið sem farið hefur fyrir dóm var rannsakað og unnið undir stjórn kvenna. Bjarkarhlíð varð til vegna náins samstarfs kvenna úr ólíkum áttum: Sóleyjar Tómasdóttur, þáverandi forseta borgarstjórnar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ofbeldisvarnarnefndar, Eyglóar Harðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra sem allar voru í stöðu til að taka ákvarðanir og breyta. Það er í þessum anda sem Kvennahreyfingin hyggst vinna. Kvennahreyfingin samanstendur af breiðum hópi kvenna sem er þakklátur fyrir þrotlausa vinnu kvenna í gegnum tíðina og vill leggja sitt af mörkum til að halda vegferðinni áfram. Kvennahreyfingin vill taka höndum saman með konum alls staðar að og styðja við femínískan málstað hvar og hvenær sem er þar til raunverulegu jafnrétti hefur verið náð.Höfundar eru í framboði fyrir Kvennahreyfinguna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sænskur stjórnmálamaður sagði einhvern tímann á fundi að jafnrétti í Svíþjóð væri ekki stjórnmálafólki að þakka. Konurnar sem hefðu staðið saman og krafist jafnréttis ættu allan heiður af því skuldlaust. Það er hárrétt. Samtakamáttur kvenna er eitt sterkasta einkenni íslenskrar kvennabaráttu. Konur hafa staðið saman sem systur, frænkur, mæðgur og vinkonur. Konur hafa myndað formleg og óformleg bandalög og samtök um lengri og skemmri tíma sem hafa skilað mörgum af mikilvægustu umbótum sögunnar.Góðgerðar- og líknarfélög kvennaGóðgerðarfélög kvenna hafa lagt grunn að góðu samfélagi. Barnaspítali Hringsins varð til fyrir tilstuðlan kvenna sem söfnuðu sleitulaust fyrir nýjum barnaspítala í rúma tvo áratugi. Hvítabandsspítali var rekinn í sjálfboðaliðavinnu og fyrir söfnunarfé kvenna, Thorvaldsenfélagið átti sinn þátt í uppbyggingu barnaheimila, Mæðrastyrksnefnd sinnir grunnþörfum fátæks fólks, Styrktarfélagið Líf hefur safnað fé fyrir kvennadeild Landspítalans og Sontahreyfingin og Sóroptimistar hafa lagt fram myndarlegar upphæðir til grasrótarsamtaka kvenna gegnum tíðina. Konur hafa þannig stoppað í göt karllægs kerfis með margvíslegum aðgerðum og lagt grunn að þjónustu sem telst sjálfsögð í dag.Hagsmunasamtök kvennaTil að fóta sig í karllægum geirum samfélagsins hafa konur reitt sig hver á aðra með formlegum og óformlegum leiðum. Sérstök kvennasamtök innan fagfélaga og stjórnmálaflokka hafa verið stofnuð þar sem konur styðja hver aðra, miðla af reynslu sinni og vinna saman að því að auka hag kvenna með því að breyta leikreglum, hefðum og venjum. Hér má til dæmis nefna Félag kvenna í atvinnurekstri, Félag kvenna í lögmennsku, Félag kvenna í tónlist (KÍTÓN), Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (WIFT), Samtök kvenna af erlendum uppruna og fleiri og fleiri. Öll þessi samtök hafa haft umtalsverð áhrif á stöðu kvenna í samfélaginu.Pólítísk grasrótarsamtökTil viðbótar við góðgerðarfélögin hafa pólítísk grasrótarsamtök sprottið upp um afmörkuð málefni sem stjórnmálin hafa ekki tekið á með tilhlýðilegum hætti. Nærtækustu dæmin um þetta eru Samtök um kvennaathvarf og Stígamót sem hafa starfað frá því á 9. áratug síðustu aldar. Þessi samtök veita ekki aðeins nauðsynlega þjónustu, heldur opnuðu þau augu almennings fyrir tilvist kynbundins og kynferðislegs ofbeldis á sínum tíma og hafa veitt stjórnvöldum mikilvægt aðhald og hvatningu allt frá stofnun. Almenn femínísk grasrótarsamtök hafa einnig haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Kvenréttindafélag Íslands hefur í heila öld barist fyrir réttindum kvenna í víðu samhengi, Rauðsokkahreyfingin tryggði konum m.a. sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og Femínistafélag Íslands var leiðandi afl gegn staðalmyndum og klámvæðingu langt frameftir þessari öld.KvennaframboðinKvennahreyfingin er þriðja kvennaframboð Íslandssögunnar. Kvennaframboðið í Reykjavík 1915 markaði upphaf að formlegri stjórnmálaþátttöku kvenna, í fyrstu kosningunum sem konur höfðu kosningarétt og kjörgengi. Næsta Kvennaframboð bauð fram í Reykjavík árið 1982, en fram að því höfðu aðeins örfáar konur verið kjörnir fulltrúar almennings. Í þingkosningunum 1983 fjölgaði konum úr 5% í 15% með tilkomu Kvennalistans. Kvennaframboð hafa ekki aðeins aukið hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa, heldur hafa þau breytt áherslum stjórnmálanna. Leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag eru gott dæmi um það. Kvennahreyfingin byggir á arfleifð þessara framboða, þó aðstæður séu breyttar í dag. Megináhersla þessa nýja framboðs er á öryggi kvenna og jaðarsettra hópa.Femínísk kvennasamstaðaKyn skiptir máli og femínísmi skiptir máli. Réttar konur á réttum stað geta lyft Grettistaki. Bann við kaupum á vændi varð að veruleika vegna þrautsegju Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fékk með sér konur úr öllum flokkum sem lögðu málið fyrir aftur og aftur og aftur þar til það loksins náðist í gegn. Eina mansalsmálið sem farið hefur fyrir dóm var rannsakað og unnið undir stjórn kvenna. Bjarkarhlíð varð til vegna náins samstarfs kvenna úr ólíkum áttum: Sóleyjar Tómasdóttur, þáverandi forseta borgarstjórnar, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ofbeldisvarnarnefndar, Eyglóar Harðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra sem allar voru í stöðu til að taka ákvarðanir og breyta. Það er í þessum anda sem Kvennahreyfingin hyggst vinna. Kvennahreyfingin samanstendur af breiðum hópi kvenna sem er þakklátur fyrir þrotlausa vinnu kvenna í gegnum tíðina og vill leggja sitt af mörkum til að halda vegferðinni áfram. Kvennahreyfingin vill taka höndum saman með konum alls staðar að og styðja við femínískan málstað hvar og hvenær sem er þar til raunverulegu jafnrétti hefur verið náð.Höfundar eru í framboði fyrir Kvennahreyfinguna
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun