Af hverju ættum við að fjárfesta í börnum? Ragnhildur Reynisdóttir skrifar 17. maí 2018 22:50 Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar