Af hverju ættum við að fjárfesta í börnum? Ragnhildur Reynisdóttir skrifar 17. maí 2018 22:50 Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var á fyrirlestri um daginn sem fjallaði um það hversu mikið við getum búist við að kostnaður í heilbrigðiskerfinu muni vaxa á næstu árum. Það er skemmst frá því að segja að sú kostnaðaraukning er umtalsverð. Ástæðan er auknar kröfur um þjónustu og meðferðir og fjölgun í efsta aldurshópnum. Þetta væri kannski ekki svo mikið áhyggjuefni ef við sæjum sömu fjölgun fæðinga en það er því miður ekki svo. Það segir sig sjálft að á meðan dregur úr fæðingum og öldruðum fjölgar verður ekki einungis erfitt að reka heilbrigðisþjónustuna til framtíðar heldur alla aðra þjónustu, svo sem velferðarþjónustu, menntakerfið, samgöngukerfið svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki ljóst að við þurfum að hlúa að barnafjölskyldum og hvetja ungt fólk til að eignast börn og búa þeim umhverfi til að dafna? Þau munu sjá um mig, og sennilega líka þig kæri lesandi, þegar við þurfum á þjónustu að halda. Mér finnst það borðleggjandi. Sem samfélag þurfum við á því að halda að fæðingarorlof verði lengt og báðir foreldrar hvattir til töku þess. Foreldrar þurfa að hafa vissu fyrir því að þau hafi aðgang að öruggri vistun fyrir börn sín þegar orlofinu lýkur, hvort sem um er að ræða ungbarnaleikskóla eða dagforeldri. Við þurfum ennfremur að hlúa að börnunum með góðri og heildstæðri menntun innan leik- og grunnskóla, aðgang fyrir alla að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt hollri næringu og geðheilbrigðisþjónustu. Við í BF Viðreisn viljum að Kópavogur móti heildstæða stefnu um þjónustu fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til þau fara í framhaldsskóla. Draga úr kostnaði foreldra og jafna aðstöðu barna til náms og tómstunda. Við viljum tryggja börnum góða næringu og aðgang að sálfræðiaðstoð þegar við á. Með því að forgangsraða fjármunum okkar í þágu barna fáum við ekki einungis fleiri börn í Kópavog heldur mun menntakerfið okkar brautskrá fleiri forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi, ásamt því að vilja sinna mér og þér.Höfundur er markaðsstjóri og ljósmóðir og skipar 3. sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun