Körfubolti

Keflavík sendir Spánverjann heim: „Stóð ekki undir væntingum“

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Seco er farinn heim og leit að nýjum leikmanni hafin
Seco er farinn heim og leit að nýjum leikmanni hafin Facebook/Keflavík
Javier Seco, spænski leikmaður Keflvíkinga í Dominos deild karla hefur verið sendur heim og leystur undan samningi.

 

Seco var ekki í leikmannahópi Keflavíkur í tapinu gegn Tindastóli í kvöld, en hann var sendur heim í gær.

 

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga sagði í viðtali eftir leik að Seco hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem voru gerðar til hans, og því hafi hann verið sendur heim.

 

„Hann stóð ekki undir væntingum. Hann var lítið sem ekkert að hjálpa okkur, hvorki sóknarlega né varnarlega. Við sáum ekki ástæðu fyrir að vera með atvinnumann sem er ekki að gera neitt til að bæta liðið okkar,“ sagði Sverrir um Seco eftir leik.

 

Keflvíkingar stefna á að fá til sín annan erlendan leikmann, og gæti hann verið kominn til liðsins þegar tímabilið hefst að nýju á nýju ári. Keflvíkingar hefja nýtt ár á stórleik gegn nágrönnum sínum úr Njarðvík.

 

„Við stefnum að því já, það er í skoðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×