Körfubolti

Þessir voru bestir í fyrri hlutanum af Dominos-deild karla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar var einn af mönnunum í úrvalsliðinu.
Brynjar var einn af mönnunum í úrvalsliðinu. vísir/skjáskot
Domino's Körfuboltakvöld gerði upp fyrri hluta tímabilsins í sérstökum jólaþætti á Hard Rock á föstudagskvöldið.

Í þættinum var ellefta umferðin í Dominos-deild karla gerð upp sem og veitt voru verðlaun fyrir þá sem höfðu skarað fram úr í fyrri hluta tímabilsins.

Veitt voru verðlaun fyrir besta leikmanninn, besta unga leikmanninn og margt, margt fleira. Bestu stuðnigsmennirnir voru Grettismenn en besti dómarinn var Leifur Garðarsson.

Öll verðlaunin, verðlaunaafhendingarnar og umræður má sjá hér að neðan.

Öll verðlaun kvöldsins:

Besti leikmaður fyrri hlutans: Urald King - Tindastól

Besti varnarmaður fyrri hlutans: Gunnar Ólafsson - Keflavík

Besti þjálfari fyrri hlutans: Israel Martin - Tindastól

Bestu stuðningsmennirnir: Grettismenn - Tindastól

Besti ungi leikmaður fyrri hlutans: Hilmar Smári Henningsson - Haukum

Besti dómari fyrri hlutans: Leifur Garðarsson

Geysis úrvalslið fyrri hlutans: Brynjar Þór Björnsson - Tindastól, Nikolas Tomsick - Þór Þorlákshöfn, Hörður Axel Vilhjálmsson - Keflavík, Urald King - Tindastól, Mario Matasovic - Njarðvík

Besti leikmaður fyrri hlutans: Urald King - Tindastól
Klippa: Körfuboltakvöld: Bestu leikmenn Dominos-deildanna
Besti dómari fyrri hlutans: Leifur Garðarsson
Klippa: Körfuboltakvöld: Besti dómari fyrri hlutans
Besti ungi leikmaður fyrri hlutans: Hilmar Smári Henningsson - Haukum
Klippa: Körfuboltakvöld: Besti ungi leikmaðurinn í DD karla
Bestu stuðningsmennirnir: Stuðningsmenn Tindastóls
Klippa: Körfuboltakvöld: Bestu stuðningsmenn fyrri hlutans
Besti þjálfari fyrri hlutans: Israel Martin
Klippa: Körfuboltakvöld: Besti þjálfari fyrri hlutans í DD karla
Besti varnarmaður fyrri hlutans: Gunnar Ólafsson - Keflavík
Klippa: Körfuboltakvöld: Besti varnarmaðurinn í DD karla
Geysis úrvalslið fyrri hlutans:
Klippa: Körfuboltakvöld: Geysis úrvalslið fyrri hlutans í DD karla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×