Körfubolti

Sauð allt upp úr í jólaþætti Körfuboltakvölds: „Hættu þessu kjaftæði“

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Jón Halldór og Fannar rifust í jólaþættinum, ekki í fyrsta sinn
Jón Halldór og Fannar rifust í jólaþættinum, ekki í fyrsta sinn Skjáskot
Það ætlaði allt að sjóða upp úr í jólaþætti Körfuboltakvölds þegar umræðan barst að dómgæslunni í leik Keflavíkur og Tindastóls.



Leikurinn var stærsti leikur síðustu umferðar, en dómararnir voru af óreyndari kantinum og gagnrýndi Sverrir Þór Sverrisson það í viðtali eftir leik.



„Það er auðvitað óheppilegt að það voru margir dómarar í fríi þetta föstudagskvöld þannig það voru ungir og óreyndir dómarar að stíga sín fyrstu skref,“ sagði Kjartan Atli en Jón Halldór var ekki lengi að svara honum.



„Mér finnst þetta bara algjört djók,“ sagði Jón Halldór.



„Bíddu aðeins, á miðju tímabili, fara dómarar þá bara í frí? Þeir fá borgað fyrir þetta rétt eins og leikmennirnir?“ bætti Teitur



„Eigum við þá að gera bara ráð fyrir því að þessir dómarar muni bara dæma alla úrslitakeppnina eins og hún leggur sig?“ sagði Jón Halldór og var þá Fannari nóg boðið.



„Hættu þessu kjaftaði,“ sagði Fannar og varð þá fjandinn laus.



Sjáðu alla umræðuna um dómgæsluna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×