Nei, nei, ekki á Alþingi! Ívar Halldórsson skrifar 25. desember 2018 15:46 Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun