Uppgjör María Bjarnadóttir skrifar 28. desember 2018 08:00 Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun