600 milljónir á mánuði Agnar Tómas Möller skrifar 28. desember 2018 08:00 Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar