Hreinar hendur bjarga mannslífum Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 10. desember 2018 10:47 Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun